Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2022
90,5 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lyfta
Lýsing
Hraunhamar kynnir: Glæsileg og velskipulögð rúmgóð 3ja herbergja 90.5 fm endaíbúð í glæsilegu vönduðu lyftuhúsi á frábærum stað í Urriðaholti í Garðabæ. Húsið stendur hátt og er afar glæsilegt. (Byggt 2022)
Frábær staðsetning þar sem örstutt er í skóla, leikskóla, verslun og náttúruperlur. Laus strax og til sýnis.
Íbúð 304:
Um er að ræða nýlega glæsilega þriggja herbergja íbúð á þriðju hæð með stórum 14,2 fm svölum. Eignin er skráð 90,5 fm.samkv. Þjóðskrá.
Skipting eignarinnar: Anddyri, stofa/borðstofa, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu.
Nánari lýsing:
Anddyri með mjög rúmgóðum fataskápum.
Flísalagt baðherbergi með innréttingu og rúmgóðri sturtu. Inn af baðherberginu er þvottaaðstaða.
Stofa/eldhús í opnu rými, falleg innrétting frá Parka og vönduð eldunartæki frá AEG. Frá stofu er útgengt á rúmgóðar svalir (möguleiki er að gera geymslu á svölum) eða hafa þær yfirbyggðar.
Tvö rúmgóð svefnherbergi eru innan íbúðarinnar, bæði með fataskápum frá Parka.
Harðparket er á gólfum.
Húsið er einangrað að utan og klætt með vönduðum flísum. Gluggar eru vandaðir (ál/tré). Húsið er á fimm hæðum og eru 17 íbúðir í húsinu.
Á jarðhæð er sameigninleg hjóla- og vagnageymsla.Snyrtilegur garður.
Þetta er áhugaverð eign sem vert er að skoða.
Nánari uppl gefur:
Helgi Jón Harðarson sölustjóri s. 893-2233 helgi@hraunahamar.is og
Freyja M Sigurðardóttir lgf. s. 862-4800 freyja@hraunhamar.is
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.
https://hraunhamar.is/
https://www.facebook.com/hraunhamar
https://www.instagram.com/hraunhamar/
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
29. des. 2022
58.000.000 kr.
49.772.000 kr.
90.5 m²
549.967 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025