Lýsing
Um er að ræða bjarta og fallega 106,6 fermetra íbúð á þriðju hæð við Stóragerði 18, 108 Reykjavík.
Íbúðin var öll endurnýjuð árið 2011 og hefur fengið gott viðhald síðan. Húsið er í góðu ásigkomulagi og fengið gott viðhald síðustu ár.
Þrjú svefnherbergi innan íbúðar og eins er aukaherbergi í kjallara með aðgengi að salerni, tilvalið sem gesta, unglingaherbergi eða til útleigu.
Fallegt útsýni til suðurs úr stofu og af svölum og vestur/norður úr eldhúsi.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Heildarfermetrar eignar er 106.6 m2 skiptist í íbúð sem er 95.4 fm og tvær geymslur sem eru merktar 02.00.09 og 02.00.13 (3.2 fm og 8 fm).
Nánari upplýsingar um eign:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
Eignin skiptist í:
Forstofu/hol, stofu/borðstofu, eldhús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, tvær geymslur í kjallara og er önnur geymslan nýtt sem herbergi.
Sameignleg hjóla/vagnageymsla og þvottaherbergi í kjallara.
Nánari lýsing á eign:
Gengið inn í snyrtilegan stigagang og upp á þriðju hæð, þaðan inn í íbúðina.
Komið er inn í forstofu og er fataskápur í forstofu.
Stofa/borðstofa er opið og bjart rými, stórir gluggar í stofu sem gera íbúðina alla mjög bjarta, fallegt útsýni úr stofu.
Eldhús er með fallegri viðarinnréttingu með efri og neðri skápum og eru flísar á vegg milli skápa, gott geymslupláss, borðkrókur, innbyggð uppþvottavél.
Hjónaherbergi er nokkuð rúmgott með fataskápum, stórt svefnherbergi með góðu skápaplássi og annað minna barnaherbergi sem er skápa laust, útgengi út á suður svalir úr herbergi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, vegghengt klósett, ágætis innrétting er undir vask og þá er speglaskápur á vegg fyrir ofan vask, sturtuklefi, tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi.
Í kjallara eru tvær geymslur og er önnur þeirra nýtt sem herbergi.
Salernisaðstaða er á jarðhæðinni auk sameiginlegri hjóla/vagnageymslu og þvottaherbergi.
Gólfefni: Harðparket og flísar á gólfum íbúðar.
Viðhald:
-Árið 2014 var farið í sprunguviðgerðið og húsið málað.
-Árið 2016 voru settir nýjir állistar á stofuglugga á suðurhlið.
-Árið 2018 var sett ný rafmagnstafla í húsið og skipt út öllum ljósum, kúplum og slökkvurum. Þá voru einnig settir birtuskynjarar úti.
-Árið 2020 var skipt um allar hurðar á íbúðum og settar nýjar eldvarnarhurðar. Búið er að endurnýja stóra glugga og gler í stofu í íbúðinni.
-Árið 2023 voru frárennslislagnir endurnýjaðar í stigahúsi.
Verið er að leggja lokahönd á að mála þvottaherbergi og sameign í kjallara.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat