Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Óskar Rúnar Harðarson
Jason Guðmundsson
Þröstur Þórhallsson
Jórunn Skúladóttir
Þórunn Pálsdóttir
Ólafur Finnbogason
Kjartan Ísak Guðmundsson
Katla Hanna Steed
Gústaf Adolf Björnsson
Viðar Böðvarsson
Rakel Viðarsdóttir
Vala Georgsdóttir
Vista
fjölbýlishús

Hallgerðargata 5 (307)

105 Reykjavík

108.900.000 kr.

1.031.250 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2506191

Fasteignamat

99.750.000 kr.

Brunabótamat

67.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2020
svg
105,6 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Hjólastólaaðgengi
svg
Lyfta

Lýsing

Miklaborg kynnir: Glæsilega útsýnisíbúð á þriðju hæð í Stuðlaborg á Kirkjusandi. Stórbrotið óhindrað sjávarútsýni þar sem sólarlagið svíkur engan. Birt flatarmál er 105,6 fm þar af er 10,7 fm geymsla í kjallara. Grunnar 4,3 fm vestursvalir meðfram allri vesturhlið íbúðarinnar og 6,8 fm svalir til suðausturs. Eignin telur, anddyri, baðherbergi með sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Glæsilega hjónasvítu með fataherbergi og baðherbergi með baðkeri. Mjög rúmgóða stofu með opnu eldhúsi. Hægt er að bæta við svefnherbergi á kostnað stofu. Vandaðar innréttingar, gólfsíðir gluggar, gólfhiti og steinn í borðum.

Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is

Stuðlaborg er 77 íbúða bygging í 5 stigagöngum glæsilega hönnuð af hinni þekktu dönsku arkitektastofu Schmidt/Hammer/Lassen í samstarfi við VA arkitekta.

Gengið er inn í rúmgott anddyri með góðum skápum. Á hægri hönd er glæsileg hjónasvíta með fataherbergi og og baðherbergi inn af með baðkeri. Úr hjónaherbergi er gengið út á suðaustursvalir sem snúa inn í garð.

Á vinstri hönd er gott baðherbergi með sturtu og aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Góð innrétting sem gerir ráð fyrir vélum í vinnuhæð.

Næst er glæsilegt alrými með stórbrotnu óhindruðu sjávarútsýni til norðvesturs. Hér er sólarlagið töfrandi.

Eldhúsið er opið og með eldhúseyju. Eldhústæki eru vönduð frá Simens. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja.

Stofurýmið er rúmgott og glæsilegt og skv. teikningum er valkvætt að minnka það og bæta við um 11,7 fm herbergi.

Allar innréttingar eru spónlagðar, stílhreinar og glæsilegar með gripi en ekki höldum. Hurðir eru gerettalausar og sérlega fallegar. Íbúðinni fylgir hlutdeild í Y6-sameign sumra sem er bílgeymslurými í kjallara. Það tengist bílgeymslurýmum undir aðliggjandi lóðum og sér sameiginlegt rekstarfélag um rekstur bílageymslunnar. Íbúar geta lagt í bílageymslu gegn hóflegu rekstargjald sem er nú kr 8600 á mánuði.

Glæsileg og heillandi útsýnisíbúð á þessum vinsæla stað, sem er í göngufæri við útivistarperluna í Laugardal og falleg gönguleið meðfram strandlengjunni er til miðborgarinnar.

Nánari upplýsingar veitir: Þórunn Pálsdóttir lgf s:773-6000 og thorunn@miklaborg.is


img
Þórunn Pálsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Miklaborg fasteignasala
Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
img

Þórunn Pálsdóttir

Lágmúli 4, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
29. okt. 2020
59.350.000 kr.
68.500.000 kr.
105.6 m²
648.674 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Miklaborg fasteignasala

Miklaborg fasteignasala

Lágmúli 4, 108 Reykjavík

Þórunn Pálsdóttir

Lágmúli 4, 108 Reykjavík