Lýsing
Samkvæmt HMS er íbúðin skráð 89,5 m2 og bílskúr sem hefur verið breytt í stúdíóíbúð skráð 31,5 m2.
Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn um sameiginlegan inngang með rishæðinni og inn í parketlagt hol.
Eldhúsið, stofan og borðstofan eru í alrými sem er einstaklega smekklegt og bjart, með glugga á þrjá vegu.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar með harðparketi á gólfi.
Eldhúsið er nýuppgert og er innréttingin úr eik með lausri eyju. Smeg gaseldavél með rafmagnsofni, 90 cm á breidd. Innréttingin og borðplata er frá HTH og efri hillur eru frá String. Undirlímdur vaskur með sorpkvörn. Harðparket á gólfi.
Svefnherbergin eru þrjú, hjónaherbergi er með innfelldum fataskáp og harðparketi á gólfi.
Herbergi II er með harðparketi á gólfi.
Herbergi III er með harðparketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt með fallegum flísum með marmaraáferð, sturtuklefa og fallegri ljósri innréttingu.
Í sameign er þvottahús og sérgeymsla.
Bílskúrnum hefur verið breytt í stúdíó/vinnustofu. Með lítilsháttar framkvæmdum væri hægt að útbúa íbúð til útleigu þar en núverandi eigandi endurnýjaði allan skúrinn, s.s. lagnir, skólp, rafmagn, ofna, gólf, setti upp baðherbergi og setti hita í skúrinn. Lagnaleiðir fyrir eldhúsinnréttingu eru tilbúnar.
Bílastæði fyrir framan bílskúr og á lóðinni. Utan á skúrnum er hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl.
Fallegur gróinn garður er sameiginlegur með öðrum íbúðum.
Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð af núverandi eiganda, sett upp nýtt eldhús, gólfefni er nýtt sem og allar innihurðir, ný rafmagnstafla, rofar og tenglar. Íbúðin er á frábærum stað í Vogunum í rólegum botnlanga. Stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is, eða hjá Kristjáni Baldurssyni lgfs á kristjan@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.