Lýsing
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Procura fasteignasala kynnir 4ra herbergja útsýnisíbúð á 7. hæð við Lautasmára 5, 201 Kópavogur
Íbúðin er björt, talsvert endurnýjuð og svefnherbergin rúmgóð. Eignin er skráð 105,1 m2 og skiptist í 100m2 íbúð á 7. hæð og 5,1m2 geymslu í kjallara.
Frábær staðsetning miðsvæðis í Kópavogi. Örstutt í verslun, þjónustu, skóla og útivist.
Nýlega endurnýjað harðparkett er á allri íbúinni utan baðherbergis og þvottahúss.
Allar innihurðir hafa verið endurnýjaðar.
Nánari lýsing
Anddyri: Frá sameign er gengið inn í forstofu með góðum fataskáp.
Eldhús: Snyrtileg innrétting á tveimur veggjum. Ofn í vinnuhæð og gert ráð fyrir uppþvottavél. Rúmgóður eldhúskrókur með frábæru útsýni til suðurs og vesturs.
Stofa/borðstofa: Björt og rúmgóð með útgengt á vestur svalir.
Svefnherbergi I: Rúmgott herbergi með innbyggðum stórum fataskáp.
Svefnherbergi II: Bjart og gott herbergi með innbyggðum fataskáp.
Svefnherbergi III: Bjart og gott herbergi með innbyggðum fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Sturtuklefi og baðkar.
Þvottahús: Innan íbúðar er þvottahús með tengi fyrri þvottavél og þurrkara. Ræstivaskur
Svalir: Út frá stofu eru góðar svalir til suðurs og vesturs. Heimilt er að setja svalalokun.
Geymsla : Í kjallara er 5,1m2 sér geymsla fyrir þessa íbúð
Frábært tækifæri til að eignast útsýnisíbúð í góðu fjölbýli miðsvæðis í Kópavogi.
Örstutt í alla helstu þjónustu og verslanir ásamt skólum og útivist
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Procura fasteignasölu á netfang fasteignir@procura.is eða í síma 497 7700
Fyrirvarar
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.