Lýsing
Miklaborg kynnir:
Vel skipulögð og björt 86,6 fm, 3ja herbegja íbúð á 3.hæð í þessu vinsæla húsi fyrir 60 ára og eldri. Fallegt útsýni út á Flóann, yfir Snæfellsjökul, Akrafjall, Skarðsheiði og Esjuna.
NÁNARI LÝSING:
Komið inn í hol sem er opið inn í bjarta stofu með stórum glugga í norðvestur og fallegu útsýni. Eldhús er opið bæði í hol og svefnherbergisgang. Upprunaleg innrétting, góður gluggi og borðkrókur. Baðherbergið er með innréttingu og sturtu. Gott aukaherbergi. Hjónaherbergið er rúmgott og með góðum skápum. Sér þvottahús er innan íbúðarinnar. Í kjallara er sér geymsla.
GÓLEFNI: Parket er á flestum gólfum nema baðherbergi er þar er öryggisdúkur og korkur á þvotthúsi og eldhúsi.
Góð aðstaða er í sameign húsins. Veislursalur er á 10.hæðinni sem íbúðar hafa aðgang að ásamt því að á jarðhæð er æfingasalur ásamt gufubaði og sameignlegur heitur pottur á aflokuðum palli.
Húsvörður er í húsinu sem sér um létt viðhald í sameign, umhirðu sameignar ásamt umhirðu á lóð húsins.
Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822 2307 eða olafur@miklaborg.is