Lýsing
Íbúðin hefur verið endurnýjuð og endurskipulögð á afar smekklegan máta.
Skipt hefur verið um glugga að hluta. Harðparket er á gólfi íbúðar, eldhús hefur verið opnað við stofu, eldhúsinnrétting máluð og skipt um borðplötu í eldhúsi.
Dregið hefur verið í nýtt rafmagn og er rafmagnstafla nýleg.
Nánari upplýsingar má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.is
Húsið er í mjög góðu ásigkomulagi og verið haldið vel við. Sameign er snyrtileg, þ.á.m. rúmgott sameiginlegt þvottahús, vagna- og hjólageymsla og þurrkherbergi.
Góð staðsetning, miðlæg, stutt í skóla, leikskóla, sundlaug, verslanir og þjónustu. Stutt er í Öskjuhlíð og háskólana, góð tenging með núverandi göngu/hjólastíg. Þá má nefna að framkvæmdir á Fossvogsbrú eru hafnar.
Lýsing eignar:
Forstofa: Með nýlegu harðparketi á gólfi og fataskáp.
Svefnkrókur: Með nýlegu harðparketi á gólfi.
Eldhús: Með nýlegu harðparketi á gólfi. Hvítmáluð innrétting með nýlegri borðplötu, vaski og eldavél. Eldhús hefur verið opnað að stofu. Góður gluggi til suðurs.
Stofa: Er björt með nýlegu harðparketi á gólfi. Útgengi á suðursvalir og góðir gluggar til suðurs.
Baðherbergi: Gólf og veggir flísalagðir, lítil innrétting með vask og baðkar með sturtutækjum. Nýlega hefur verið skipt um salernið.
Í kjallara:
Sérgeymsla: 2,9 m2
Sameiginlegt þvottahús: Rúmgott og bjart með máluðu gólfi. Gluggar til suðurs. Tvær þvottavélar og þurrkari í eigu húsfélagsins. Vinnuborð, vaskur og snúrur.
Verið er að endurskipuleggja/endurnýja þvottahúsið. Framkvæmdum lýkur í febrúar. M.a. dregið nýtt rafmagn svo hver íbúð geti haft sína þvottavél.
Sameiginlegur kyndiklefi/þurrkherbergi: Málað gólf og snúrur. Gluggi til norðurs.
Vagna og hjólarými: Er í sameign.
Húsið: Er í góðu ásigkomulagi og verið haldið vel við. (Sjá nánar framkvæmdir)
Sameign: Snyrtileg. Teppi á stigagangi.
Lóðin er ræktuð og frágengin.
Viðhald húss:
2025: Dregið hefur verið í nýtt rafmagn í þvottahúsi og skipt um rafmagnstöflu í sameign. Verið er að endurnýja/endurskipuleggja þvotthús í sameign á þann átt að hver íbúi geti haft sína þvottavél til viðbótað við sameiginlegar þvottvélar og þurrkara. Fyrirhuguð verklok eru í febrúar og greiðist úr hússjóði.
2023: Tröppur að húsi endursteyptar, stigagangur málaður.
2021-2022:
Verksýn gerði ástandsskýrslu og húsið tekið í gegn að utan samkvæmt henni. Húsið var múrviðgert og málað, útvaldar svalir steyptar upp og skipt um svalahandrið. Skipt var um útvalda glugga, aðrir gluggar málaðir. Skipt um hurð í ruslageymslu í sameign. Þak yfirfarið, skipt um timbur í þakkanti og málað. Niðurfallsrör yfirfarin og endurnýjuð á suðurhliðinni.
2019: Dren sett við vestur og austur enda Ásbrautar.
2018: Þak yfirfært og lagað, þ.á.m. skipt um þakpappa og rennur.
2016: Dregið í nýtt rafmagn í íbúðinni og skipt um krana í eldhúsi og baðherbergi.
2014: Stétt fyrir framan hús endurgerð og lögð snjóbræðsla..
2011: Háþrýstiþvottur, sprunguviðgert og málað ytra byrði húss.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður