Opið hús: Fellsmúli 5, 108 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 04 01. Eignin verður sýnd sunnudaginn 9. febrúar 2025 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Lýsing
Rúmgóða og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlshúsi á mjög eftirsóttum stað miðsvæðis í Reykjavík, nánar tiltekið Fellsmúli 5. Birt stærð er 63,3 fm. Hér er um að ræða góða eign í fjölbýlishúsi miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í vinsælu hverfi þar sem öll helsta þjónusta er í næsta nágrenni.
Frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 898-2017, tölvupóstur as@heimili.is.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi ásamt geymslu í sameign. Næg sameiginleg bílastæði og stór sameiginlegur garður með leiktækjum.
Nánari lýsing:
Forstofa er með góðum fataskáp.
Eldhús er nýlega endurnýjað ásamt tækjum, helluborði, viftu og bakarofni. Falleg innrétting með góðu skápaplássi, flísar á milli skápa og á gólfi. Ísskápur og örbylgjuofn fylgja með. Stór og bjartur gluggi.
Stofa er björt og falleg með stórum glugga í suður, stórkostlegu útsýni og út gengi á svalir. Plastparket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt að hluta. Endurnýjuð baðinnrétting með góðu hilluplássi, sturtuklefi og wc. Þvottavél og þurrkari fylgja með.
Svefnherbergin eru tvö, annað þeirra með upprunalegum skápi, bæði herbergin eru sérlega björt með gluggum til austur og fallegu útsýni. Plastparket á gólfum.
Eigandi skipti um alla ofna í íbúðinni árið 2017,
Sér geymsla íbúðar er í sameign ásamt sameiginlegu þvottahúsi, hjóla- og vagnageymslu.
Eigninni fylgir stór sameiginlegur garður með leiktækjum.
Sameign er sérlega snyrtileg, nýlega máluð og teppi endurnýjuð. Næg sameiginleg bílastæði og stór sameiginlegur garður með leiktækjum.
Húsið er í reglulgegu viðhaldi:
2024 Stigagangur málaður og teppalagður. Þak og þakklæðning á anddyri endurnýjað.
2023 Skipt um ofn í sameign og sett tæringarvörn. Tröppur við útgang endursteyptar. Þak lagað og endurnýjun þakrenna og niðurfallsröra.
2018-2020 Framkvæmdir á ytra byrði hússins, húsið múrviðgert og málað á norðurhlið (steyptir fletir), allir gluggar málaðir og skipt um alla glugga á austurhlið og suðurgafli hússins. Endurnýjun á klæðingu stigaganga og stálhandriða.
Falleg og vel skipulögð íbúð í vinsælu hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu.
Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir fasteignasali sími 898-2017 as@heimili.is
.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.