Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurðsson
Vista
svg

1878

svg

1591  Skoðendur

svg

Skráð  27. jún. 2025

parhús

Móstekkur 38

800 Selfoss

109.900.000 kr.

651.839 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2532457

Fasteignamat

91.400.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2024
svg
168,6 m²
svg
4 herb.
svg
2 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan Heimaland kynnir Móstekkur 38, 800 Selfossi.

Um er að ræða fjögurra herbergja parhús í Björkurstykki. Húsið er byggt úr timbri og klætt að utan með báruáli og bárujárn er á þaki.
Nánari lýsing eignar:
Skilalýsing – fullbúið hús með gólfefnum
Teikningar
Allar teikningar liggja fyrir þ.e. aðalteikningar, burðarvirkisteikningar, glugga- og hurðateikningar, lagnateikningar og rafmagnsteikningar.
Gröftur og fylling
Grafið er niður á fast og fyllt í með grófri möl sem er þjöppuð.
Frágangur lóðar
Lóðin skilast þökulögð, Innkeyrsla skilast með mynstursteypu og snjóbræðslu, Sólpallur skilast með mynstursteypu, snjóbræðslu og timbur skjólveggjum. Steyptu þriggja tunnu ruslatunnuskýli fylgir einnig.
Botnplata
Einangrun undir plötu er 16kg/100mm plasteinangrun. Steypa er af gerðinni S-250.
Lagnir
Skolp-og regnvatnslagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu.
Hefðbundið gólfhitakerfi er í íbúðum, handklæðaofn er á baði.
Rör í rör kerfi fyrir neysluvatn er undir botnplötu og tengt við tengikistur.
Gólfhitakerfi skilast fullfrágengið með stýringum.
Raflagnir
Rafmagnslögn er fullfrágengin, með útiljósum, skylduljósum og innfelldum Led ljósum samkvæmt teikningu.
Útveggir
Útveggir eru byggðir upp úr styrkleikaflokkuðu timbri, 45x145mm og klæddir með 9mm krossvið að utan til stífingar. Útveggjaklæðning er litað báruál.
Að innan eru veggir einangraðir og klæddir, innra lag með OSB krossvið og ytra lag með 13mm gipsplötum, spartslaðir, grunnaðir og málaðir í ljósum lit.
Innveggir
Innveggir eru úr 95mm blikkstoðum, einangraðir með 95 mm einangrun og síðan klæddir, innra lag með OSB krossvið og ytra lag með 13mm gipsplötum beggja vegna.
Veggir eru spartslaðir, grunnaðir og málaðir í ljósum lit.
Brunaveggir milli íbúða
Brunaveggir milli íbúða eru byggðir upp úr 2x45x95mm timburgrind með loftrúmi á milli, einangraðir með 95mm þilull í veggjum og klæddir með 1x OSB krossvið og 1x13mm gipsi íbúðar megin.
Þak og loft
Þak er byggt upp úr kraftsperrum, klætt með borðvið.  Þakpappi er “norskur” og ofan á þakpappa er klætt með bárujárni.
Loftræsting er samkvæmt grunnmynd aðalteikningar.
Að innan eru loft einangruð og klædd með loftadúk. Loft í bílskúr eru klædd með gipsplötum.
Gluggar og hurðir
Glugga og hurðakarmar eru málaðir að innan og með álkápu í sama lit að utan.
Frágangs flasningar í kringum glugga og hurðir er í sama lit.
Innréttingar:
Baðherbergi er flísalagt, golf og sturtuklefi með 60*60 “Small Terazzo Stone mecca” frá Birgisson. “ Walk in klefi” er með glerskilrúmi og innbyggðu blöndunartæki.
Sturta er með glerskilrúmi, innbyggð blöndunartæki fylgja.
Innréttingar á baði eru samkvæmt teikningu, vaskur og blöndunartæki fylgja.
Upphengt klósett er á baði með hæglokandi setu.
Í þvottahúsi er innrétting með skolvask úr stáli, blöndunartæki fylgja.
Innrétting í eldhúsi er með plastlagðri borðplötu, vaskur og blöndunartæki fylgja.
Heimilistæki: Innfelldur ísskápur, innfelld uppþvottavél, ofn og span helluborð.
Fataskápar eru í hjónaherbergi.
Fataskápur er í barnaherbergjum.
Fataskápur er í forstofu.
Innihurðir eru yfirfelldar hvítar, allar hurðir eru 800mm.
Allar innréttingar eru samkvæmt teikningu.
Innréttingar eru frá IKEA.
Gólfefni:
60x60cm flísar eru á gólfum í forstofu og stærra baðherbergi.
Epoxy er á bílskúr og þvottahúsi
Harðparket frá Birgisson (10 mm AC5 Mammut Plus Mountain Oak Grey)
Hvítir Gólflistar
Opinber gjöld
Gatnagerðargjöld eru að fullu greidd, þ.e.a.s. byggingarlóð, gatnagerð, byggingarleyfisgjald og stofngjald holræsa og vatnsveitu.
Inntaksgjöld rafmagns og hita eru greidd.
Skipulagsgjald er greitt af seljanda.

Allar nánari upplýsingar veita:
Snorri Sigurðarson, löggiltur fasteigna og skipasali, sími 897-7027, snorri@heimaland.is
Elísa Dagmar Björgvinsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala, í löggildingarnámi, sími 868-7938, elisa@heimaland.is 

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald kaupanda er skv. verðskrá. 

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Heimaland hvetur því viðskiptavini sína og væntanlega kaupendur af fasteignum að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir tilboðsgerð eða eftir atvikum fyrir kaupsamningsgerð. Ef þurfa þykir ættu væntanlegir kaupendur að leita til þar til bærra sérfræðinga um aðstoð við slíka skoðun. 

www.heimaland.is, Austurvegur 6, 800 Selfoss, Fasteignasalan Heimaland ehf.

Fasteignasalan Heimaland ehf.

Fasteignasalan Heimaland ehf.

Brúarstræti 2, 2.hæð - 800 Selfoss
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. mar. 2025
55.300.000 kr.
59.900.000 kr.
10102 m²
5.930 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasalan Heimaland ehf.

Fasteignasalan Heimaland ehf.

Brúarstræti 2, 2.hæð - 800 Selfoss