Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1965
171,9 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Bílskúr
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Hafnartún 4 íbúð 201 Siglufirði - Björt og falleg 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli með bílskúr – samtals 171,9 m² að stærð.
Eignin í stærðum
Íbúð á hæð auk stigagangs: 122,5 m²
Þvottahús og geymsla: 23,4 m²
Bílskúr: 26,0 m²
Gengið er upp nokkrar tröppur að sameiginlegum inngangi með neðri hæð, þar er svart steinteppi á gólfi.
Íbúðin skiptist í forstofu, stigauppgang og stigapall, eldhús, stofu, hol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Á jarðhæðinni er bílskúr, sérgeymsla og sérþvottahús auk sameignarrýma.
Forstofa, stigauppganga og stigapallur hafa verið endurnýjuð og þar er steinteppi á gólfum og parket á hluta veggja. Úr forstofu er farið niður í kjallara.
Eldhús er bjart og rúmgott, með nýlegu harð parketi á gólfi og svart málaðri innréttingu með nýlegri bekkplötu og nýlegum tækjum.
Stofa og hol er með nýlegu harð parketi á gólfi. Stórir gluggar eru í stofu til tveggja átta og hurð út á steyptar suður svalir. Mjög gott útsýni er út úr stofunni.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með nýlegu harð parketi á gólfi. Nýlegur stór fataskápur er í hjónaherbergi og hurð út á steyptar suður svalir.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað fyrir einhverjum árum. Þar eru flísar gólfi og veggjum, ljós innrétting, upphengt wc, sturtuklefi og opnanlegur gluggi.
Sér þvottahús er í kjallara með lökkuðu gólfi, hillum og opnanlegum glugga.
Sér geymsla er í kjallara með lökkuðu gólfi og glugga.
Bílskúr er með lökkuðu gólfi, glugga og nýlegri innkeyrsluhurð með rafdrifnum opnara. Innangengt er úr bílskúr og inn í sameign.
Annað
- Geislahitun er í íbúðinni
- Harðparket og innihurðar hefur verið endurnýjað.
- Raflagnir og tenglar hefur verið endurnýjað að hluta.
- Gler hefur verið endurnýjað að hluta.
- Þak var endurnýjað árið 2022, nýr pappi og nýtt járn.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Eignin í stærðum
Íbúð á hæð auk stigagangs: 122,5 m²
Þvottahús og geymsla: 23,4 m²
Bílskúr: 26,0 m²
Gengið er upp nokkrar tröppur að sameiginlegum inngangi með neðri hæð, þar er svart steinteppi á gólfi.
Íbúðin skiptist í forstofu, stigauppgang og stigapall, eldhús, stofu, hol, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Á jarðhæðinni er bílskúr, sérgeymsla og sérþvottahús auk sameignarrýma.
Forstofa, stigauppganga og stigapallur hafa verið endurnýjuð og þar er steinteppi á gólfum og parket á hluta veggja. Úr forstofu er farið niður í kjallara.
Eldhús er bjart og rúmgott, með nýlegu harð parketi á gólfi og svart málaðri innréttingu með nýlegri bekkplötu og nýlegum tækjum.
Stofa og hol er með nýlegu harð parketi á gólfi. Stórir gluggar eru í stofu til tveggja átta og hurð út á steyptar suður svalir. Mjög gott útsýni er út úr stofunni.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með nýlegu harð parketi á gólfi. Nýlegur stór fataskápur er í hjónaherbergi og hurð út á steyptar suður svalir.
Baðherbergi hefur verið endurnýjað fyrir einhverjum árum. Þar eru flísar gólfi og veggjum, ljós innrétting, upphengt wc, sturtuklefi og opnanlegur gluggi.
Sér þvottahús er í kjallara með lökkuðu gólfi, hillum og opnanlegum glugga.
Sér geymsla er í kjallara með lökkuðu gólfi og glugga.
Bílskúr er með lökkuðu gólfi, glugga og nýlegri innkeyrsluhurð með rafdrifnum opnara. Innangengt er úr bílskúr og inn í sameign.
Annað
- Geislahitun er í íbúðinni
- Harðparket og innihurðar hefur verið endurnýjað.
- Raflagnir og tenglar hefur verið endurnýjað að hluta.
- Gler hefur verið endurnýjað að hluta.
- Þak var endurnýjað árið 2022, nýr pappi og nýtt járn.
- Eignin er í einkasölu
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. ágú. 2022
22.850.000 kr.
8.500.000 kr.
171.9 m²
49.447 kr.
4. apr. 2019
19.500.000 kr.
17.100.000 kr.
171.9 m²
99.476 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025