Lýsing
LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Þórarinn Thorarensen sölustjóri kynna í einkasölu:
Einstaklega fallega og vel skipulagða 4 herbergja 124,2 fm. íbúð á 3. hæð (efstuhæð) Stórar hellulagðar suðursvalir með frábæru útsýni. Sérinngangur af svölum. Íbúðin er á tveimur hæðum. 3 rúmgóð svefnherbergi á efrihæð. 2 sérgeymslur á hæðinni. Baðherbergi nýlega endurnýjað á glæsilegan máta. Stutt í alla þjónstu, Bónus í göngufæri. Mjög góð og vinsæl staðsetning í Reykjavík í nálægð við fjölbreytta þjónustu s.s. skóla, leikskóla, útivistar og menningarsvæðið við Klambratún og Kjarvalstaði ásamt því að stutt er í miðbæ Reykjavíkur með allt sem hann hefur upp á að bjóða ofl. Á heildina litið mjög góð og áhugaverð eign, sjón er sögu ríkari.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast.
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 229-9437, nánar tiltekið eign merkt 03-03, birt heildarstærð 124,2 fm. Þar af er íbúðin skráðir 112,2 fm. og 2 sérgeymslur í sameign merktar 306 og 0307 er skráðar 4,7 fm. og 7,3 fm.
Nánari lýsing eignar:
Neðrihæð:
Forstofa: Parket á gólfi og stór fataskápur.
Miðrými: Rúmgott með parket á gólfi.
Stofa: Afar rúmgóð og björt með stórum gluggum til suðurs. Parket á gólfi
Eldhús: Afar rúmgott, falleg eikarinnrétting með góðu skápaplássi, parket á gólfi. Tengi fyrir uppþvottavél.
Tvær sérgeymslur á hæðinni.
Sameign snyrtileg.
Efrihæð: Parket á hæðinni allt nýlega endurnýjað. Hæðin er öll nýlega máluð.
Gangur / miðrými: Parket á gólfi, útgengt á stórar hellulagðar suðursvalir með frábæru útsýni.
Svefnherbergi I: Rúmgott með parket á gólfi, stór fataskápur. Frábært útsýni yfir borgina.
Svefnherbergi II: Rúmgott með stórum fataskáp, parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Rúmgott með parket á gólfi, fataskápur.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað. Flísar á gólfi og veggjum, falleg innrétting í kringum handlaug með stórum speglaskáp yfir. Flísalögð sturta aðskilin með öryggisgleri. Aðstaða fyrir þvottavél þar inni. Opnanlegur gluggi.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat