Lýsing
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir fjölbýlishús í 105, Reykjavíkurborg
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala ehf. kynnir: Snorrabraut 35 , 105 Reykjavík 2-3 herbergja íbúð á 2.hæð.
Íbúðin er skráð 98,6 fm og þar af er geymsla.
Eignin skiptist í: hol, eldhús, eitt svefnherbergi, stofu, borðstofa sem hægt væri að breyta í auka svefnherbergi, baðherbergi
Forstofa: Parket á gólfi og fataskápur.
Stofa: Rúmgóð og björt stofa með parketi á gólfi.
Borðstofa: Rúmgóð með parketi á gólfi. Möguleiki að breyta í annað svefnherbergi.
Eldhús: Bjart með hvítri innréttingu og útgengi á svalir.
Svefnherbergi I: Rúmgott með skápum og parket á gólfi.
Baðherbergi: Hvítar flísar á glólfi og veggjum. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Góð geymsla er í kjallara.
Sameign: Í sameign er sameiginlegt þvottahús.
Viðhald á húsinu að sögn seljanda:
2003 Hús að innan: Var farið í miklar endurbætur á íbúð og skipt um alla ofna, skápa, hurðir, gólfefni, eldhúsinnréttingu, rafmagnstöflu og alla tengla.
2009 Þak : Það var gert við flassningar og sett steinull í þakkanta og skipt um plötur á þaki.
2013 Hús að utan: Það var farið í sprunguviðgerðir og húsið skeljað, sett nýjar svalir, skipt þá glugga sem þurfti að skipta um ( sem var svalafrontur og hornglugginn) og sett nýtt gler í glugga og þeir gluggar sem snúa að Snorrabraut var sett í hljóðdempandi gler.
Sameign: Var tekin i gegn fyrir einhverjum árum.
Einnig er herbergi með eldhús aðstöðu í kjallara sem tilheyrir sameign og er í útleigu og fer leiga upp í hússjóð.