Lýsing
Heimili Fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu sérlega vandaða og vel skipulagða 3ja herbergja endaíbúð á 3. hæð ásamt bílastæði í lokaðri bílageymslu í glæsilegu nýlegu lyftuhúsi við Kuggavog 13 í Reykjavík. Útgengt út á rúmgóðar svalir með svalalokun frá stofunni. Sérverk er byggingaraðili hússins og eru allar innréttingar sérsmíðaðar af þeim. Hiti í gólfum. Frábær staðsetning í nýju og spennandi íbúðarhverfi
** Bókið skoðun hjá as@heimili.is **
Nánari lýsing.
Glæsileg 3ja herbergja 96,3 fm. íbúð á 3. hæð ásamt bílastæði í lokaðri bílageymslu.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með skápum og þaðan gengið inn i bjart og fallegt opið rými stofu/borðstofu með parketi á gólfum og útgengt út á rúmgóðar svalir með svalalokun. Eldhús er opið inn í stofu en skilið frá með eldunareyju. Í eldhúsi er bakarofn í vinnuhæð, keramik helluborð, háfur og tengi fyrir uppþvottavél. Lítil geymsla með hillum og rennihurð er við hlið eldhúss sem nýtist vel. Glæsilegt og rúmgott flísalagt baðherbergi með sturtu, upphengdu salerni og fallegri sérsmíðaðri innréttingu. Tengi og innrétting fyrir þvottavél og þurrkara eru á baði. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum og parketi á gólfum. Sér geymsla er á jarðhæð ásamt sameiginlegri vagna-og hjólageymslu. Bílastæði í lokaðri bílageymslu þar sem búið er að leggja fyrir hleðslustöð. Sameiginlegur garður/leiksvæði á bak við húsið.
Hér er um að ræða virkilega rúmgóða og smart íbúð á skjólsælum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu í nýju og spennandi íbúðarhverfi í næsta nágrenni við hafið og náttúruna.
Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir fasteignasali sími 898-2017 as@heimili.is
Sjón er sögu ríkari!
Til fróðleiks!
Perla við Elliðaárvoginn!
Vogabyggðin er nýtt hverfi í uppbyggingu. Hér er um að ræða skjólsæla perlu á höfuðborgarsvæðinu í nálægð við hafið og náttúruna. Hjóla- og göngustígar liggja rétt hjá meðfram ströndinni sem og upp í Elliðaárdal. Laugardalurinn með alla sína afþreyingu er einnig innan seilingar.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.