












Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsileg hæð á eftirsóttum stað í suðurhlíðum Kópavogs, við Gnípuheiði, með stórfenglegu útsýni. Eignin er með sérinngangi og henni fylgir rúmgóður bílskúr auk stæðis fyrir framan, ásamt gestastæðum við húsið. Heildarstærð eignarinnar er 156,6 fm, þar af 128,6 fm íbúðarrými og 28 fm bílskúr. Húsið er staðsett efst í suðurhlíðum Kópavogs, sem tryggir frábært útsýni frá stofunni og svölunum. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum í dag, en möguleiki er á að bæta við þriðja herberginu.
Forstofa er flísalögð og með rúmgóðu fatahengi. Eldhús og stofa eru í opnu, björtu rými með góðri lofthæð. Yfir hluta rýmisins er milliloft, sem nýtist vel sem setustofa eða skrifstofurými, og er með þakglugga sem hleypir inn miklu ljósi. Eldhúsið er með fallegri viðarinnréttingu, vönduðum tækjum, og er gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Flísar eru á gólfi og á milli skápa. Stofan er rúmgóð, björt og býður upp á stórbrotið útsýni. Flísar eru einnig á stofugólfi.
Hjónaherbergið er rúmgott með góðum fataskápum, og barnaherbergið er einnig rúmgott. Baðherbergið er stílhreint með uppsteyptum sturtuklefa, hornbaðkari, og upphengdu salerni. Flísar eru á bæði gólfum og veggjum. Innan íbúðar er rúmgott þvottahús með flísalögðu gólfi og veggjum.
Merkt bílastæði er nálægt inngangi, og eigninni fylgir sérstæður 28 fm bílskúr. Þetta er glæsileg eign með auðvelda aðkomu og einstakt útsýni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is