Lýsing
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Um er að ræða einbýlishús á einni hæð með upphituðu bílastæði og geymsluskúr. Eignin samanstendur af anddyri, eldhúsi, stofu, baðherbergi, tveimur svefnherbergjum, þvottahúsi og svefnlofti með þakglugga. Eignin hefur verið talsvert uppgerð eins og þak, gluggar, vatnslagnir, frárennsli út í götu, eignin einangruð og klædd að utan. Stigi er upp á háloft sem hefur verið breytt í gisirými og settur þakgluggi og rafmagn. Hiti var settur í gólf að hluta til og skipt um gólfefni.
Anddyri: er flísalagt með ágætis fatahengi. Hiti er í gólfi.
Þvottahús: liggur inn af anddyri með góðu hilluplássi og flísum á gólfi. Hiti er í gólfi
Eldhús: er með ljósri viðar innréttinguog ljósri borðplötu. Opið búr er inn af eldhúsi með góðu hilluplássi.
Stofa: er opin inn af eldhúsi og borðstofu með parket á gólfi. Sér útgangur er úr eldhúsi/stofu út í garð.
Baðherbergi: með viðarinnréttingu,vask, gólftengdu klósetti, handlklæðaofn og walk in sturtuklefa með fibo tresbo plötum á vegg og flísum á gólfi. Hiti er í gólfi.
Svefnherbergi: eru tvö með parket á gólfi og annað með rúmgóðum fataskáp.
Svefnloft: er upp í risi sem hefur verið einangrað og klætt með viðarplötum. Rafmagn og tenglar settir í vegg og opnan gluggi settur í þak.
Garður: er grasilagður með 15m2 geymsluskúr.
Bílastæði: er stórt með hitalögnum og malbikað.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.