Lýsing
Mýrargata 26 er stórt og vandað fjölbýlishús með lokuðum og upphituðum bílakjallara, stæði fylgir íbúðinni, góðum geymslum, hleðslu fyrir rafbíla og stórum sameiginlegum útsýnissvölum á 7. hæð.
Íbúðin er skráð 129,8 fm. að stærð skv. fasteignaskrá HMS, þar af er 6,9 fm. geymsla í sameign. Bílastæði merkt B124 fylgir eigninni.
Eignin er skráð 4ra herbergja, þar af 3 svefnherbergi en er nú 2 svefnherbergi, tvö baðherbergi, stórt alrými með stofum og eldhúsi og þvottahús innan íbúðar auk sér geymslu.
Nánari lýsing; Komið er inn í forstofu frá svalainngangi. Opið og glæsilegt alrými tekur á móti íbúum og gestum þeirra, þar eru gólfsíðir gluggar í vesturátt sem tryggja mikið birtuflæði inn í alla íbúðina.
Eldhús er er með nýrri, stórri innréttingu sem er ekki full uppsett. Innrétting er með miklu skápa og skúffuplássi og vegleg eyja fyrir miðju er býður upp á skemmtilega stemmningu, eftir er að ganga frá helluborði (fylgir), rafmagni og listum.
Borðstofan er í flæði við eldhúsið og stofuna. Stofan er rúmgóð setustofa með stórum, gólfsíðum, gluggum og góðri tengingu við borðstofuna og eldhúsið. Frá henni er gengið út á svalir með glerhandriði sem snúa í vestur með fallegu góðu útsýni út á sjó. Búið er að taka niður veggi sem áður voru 3ja svefnherbergið þannig að stofan er nú meðfram vesturhlið íbúðarinnar í opn rými með gluggum alveg meðfram vesturhliðinni.
Svefnherbergin eru nú tvö; Svefnherbergin eru bæði með góðum fataskápum upp í loft og snúa inn í lokaðan garðinn.
Baðherbergin eru tvö, annað sem var áður innangengt frá 3ja svefnherberginu er með sturtu með glervegg, innréttingu, upphengdu salerni og vaski. Baðherbergi á gangi sem er nú nær svefnherbergjunum þarf að klára en byrjað var á breytingum sem eru ókláraðar, m.a. vantar handlaug og innréttingu og sturtuaðstöðu eða baðkar.
Þvottahús er flísalagt með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara, skáp og skolvaski.
Í sameign hússins í kjallara eru; Sér bílstæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu þar sem komin er tenging fyrir rafhleðslustöðvar. Sér geymsla 6,9 fm að stærð er á snyrtilegum geymslugangi. Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er rúmgóð með útgengi á lóð.
Húsið virðist almennt vera í góðu ástandi og sameign hússins mjög snyrtileg, þar er starfandi húsvörður og góð aðkoma inn á allar hæðir og svæði hússins en þrjár lyftur eru í húsinu. Þetta er skemmtileg og vinsæl staðsetning nálægt mikilli uppbyggingu á Grandanum með verslunum, veitingahúsum og þjónustu og nálægð við höfnina og miðbæ Reykjavíkur. Þetta reisulega hús stendur á fallegum útsýnisstað með sameiginlegum svölum og inngarði á 6 & 7 með einstöku útsýni til allra átta
Staðsetning eignarinnar er á mjög vinsælum og eftirsóttum stað við Grandagarð, þar sem mjög miklil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár, þar er fjöldi verslana og veitingahúsa ásamt annarri þjónustu í nálægð við höfnina og í göngufæri við alla þá þjónustu sem miðbærinn hefur upp á að bjóða. Húsið var byggt 2014, glæsilega hannað með opnum garði í miðju hússins og á 6 & 7 hæð eru sameiginlegar þaksvalir með einstöku útsýni.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali s. 777-2882 eða thora@sunnafast.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.