Lýsing
Nánari lýsing eignar:
Forstofa er opin með fataskáp.
Stofa og eldhús eru í opnu, björtu rými með stórum gluggum og útgengi á vestursvalir með góðu útsýni.
Eldhús er með snyrtilegri hvítri innréttingu með span helluborði uppþvottavél sem fylgir með.
Baðherbergi er flísalagt með upphengdu salerni, nettum vaskaskáp, sturtu og tengi fyrir þvottavél (þvottavél getur fylgt).
Svefnherbergi með fataskáp.
Gólfefni íbúðar eru harðparket nema á baðherbergi eru flísar.
Sérgeymsla í kjallara.
Sérmerkt bílastæði.
Í kjallara er sérgeymsla ásamt sameiginlegri hjóla-og vagnageymsla, sameiginlegu þvotta- og þurrkherbergi og sorpgeymsla.
Húsfélag: Húsfélagsgjald eru 31.542 kr. á mánuði sem lækkar um næstu mánaðarmót en þá klárast að greiða fyrir framkvæmdirnar sem gerðar voru 2024. Eignarhlutinn telst vera 5,66% alls hússins. Innifalið í húsfélagsgjöldum er almennur rekstur húsfélagsins, allur hitakostnaður, rafmagn í sameign, þrif sameignar, húseigendatrygging og þrif sorpgeymslu.
Árið 2019 var járn og pappi á þaki endurnýjað. Árið 2024 var húsið múrviðgert og málað ásamt því að gluggar voru málaðir.
Allar nánari upplýsingar veita:
Freyja Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Sigurður Samúelsson löggiltur fasteignasali í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat