Lýsing
Sjón er sögu ríkari. Fjallað var um eignina í þáttunum Falleg íslensk heimili.
Hellulagt bílastæði við hlið hússins fylgir. Íbúðin er skráð 83,3 fm hjá HMS.
Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali í síma 8966020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is og Kristján Baldursson með tölvupósti á kristjan@trausti.is.
Nánari lýsing eignar:
Gengið er inn í fremri stofu sem er björt og rúmgóð með upprunalegum gólffjölum.
Innaf fremri stofu er hugguleg innri stofa þar sem upprunalegur múrssteinsveggur fær að njóta sín í einu horninu. Afar falleg tvöföld hurð aðskilur stofurnar.
Eldhús og borðstofa eru í einu rými sem er rúmgott og bjart, innréttingin var máluð og á hana sett falleg borðplata frá Happy Furniture. Gorenje ofn frá 2017 sem passar afar vel við stíl hússins, keramikhelluborð endurnýjað 2020. Frá eldhúsi er gengið út á sameiginlegan pall sem snýr að baklóð hússins.
Herbergið uppi er rúmgott og bjart.
Baðherbergi er með antico vinyl dúk á gólfi, upphengt klósett, vaskur í innréttingu, fallegur panill á veggjum, sturta, gluggi.
Frá borðstofu er gengið niður hringstiga í 17 fm rými sem er að hluta nýtt sem svefnherbergi, þaðan er innangengt í sameiginlegt rúmgott þvottahús og geymslu.
Gólfefni íbúðarinnar eru upprunalegar viðarfjalir sem gefa íbúðinni mikinn sjarma og eru í öllum rýmum fyrir utan baðherbergi og kjallara.
Einfalt en heillegt gler er í flestum gluggum í íbúðinni. Eignin stendur á einkalóð.
Þessi eign er einstök og afar sjaldgæft að íbúðir við Norðurstíg komi í sölu sem hafa þennan mikla sjarma og sérstöðu. Sjón er sögu ríkari, bókið skoðun hjá Hallgrími Hólmsteinssyni í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða hjá Kristjáni Baldurssyni með tölvupósti á kristjan@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.