Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2006
59,5 m²
2 herb.
1 baðherb.
1 svefnh.
Útsýni
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Vel skipulögð og björt tveggja herbergja 59,5 fm íbúð á þriðju hæð og efstu hæð með stæði í bílakjallara. Íbúðin er með mjög mikilli lofthæð og stórum gluggum. Húsið er byggt árið 2006. Frábær staðsetning í gamla Vesturbænum í göngufæri við alla helstu þjónustu.Íbúðin er laus við kaupsamning.
Smellið hér til að fá söluyfirlit sent strax
Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 59,5 fm, flatarmál íbúðarrýmis er 52,5 fm og flatarmál geymslu er 7fm.
Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi. Stórar sólríkar svalir út frá stofu og eldhúsi til suðvesturs. Íbúðinni fylgir sérstæði í bílageymslu, sérgeymslu í sameign og hjólageymslu.
Nánari lýsing:
Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Eldhúsið er nýlega yfirfarið og skipt var um uppþvottavél, spanhelluborð, vask og blöndunartæki. Ísskápur fylgir. Ný innbyggð þvottavél fylgir.
Stofa er opin við eldhús, parket á gólfi.. Mikil lofthæð og stórir gluggar gerir rýmið bjart og skemmtilegt. Útgengi á rúmgóðar sólríkar suðursvalir.
Svefnherbergi er með góðum fataskáp og parketi á gólfi. Nýleg loftljós og myrkvunargardínur fylgja.
Baðherbergi er með snyrtilegri innréttingu og glugga. Baðkar með sturtu yfir og flísar á gólfi og veggjum.
Það er nýbúið að heilmála íbúðina og pússa parket og lakka.
Sérstæði er í bílakjallara sem er innangengur úr sameign.
Geymsla íbúðar er í kjallara. Hjóla- og vagnageymsla er í sameign.
Sameignin er snyrtileg og stigagangur var málaður í mars 2025.
Um er að ræða vel skipulagða íbúð í nýlegu húsi á frábærum stað í vesturbænum þar sem stutt er í alla þjónustu.
Nánari upplýsingar veitir:
Unnar Kjartansson, löggiltur fasteignasali, í s:867-0968 eða unnar@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
15. júl. 2024
57.900.000 kr.
67.500.000 kr.
20302 m²
3.325 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025