Lýsing
Bjart og fallegt fimm herbergja 130,6 m2 parhús á einni hæð við Dalsbrún 27 í Hveragerði. Um er að ræða spennandi eign í ört vaxandi bæjarfélagi sem er í einungis 44 km akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Hveragerði er fjölskylduvænt samfélag með fjölbreyttri verslun og þjónustu ásamt því að vera í mikilli nálægð við ósnortna náttúru.
Húsið er byggt árið 2008, steypt, klætt að utan með flísum og báruklæðningu. Gólfsíðir gluggar eru í alrými og forstofuherbergi. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, sér þvottahús og geymsla. Endurbætur voru gerðar á íbúðarrýminu árið 2020 en þá var skipt um harðparket, innihurðir og eldhúsinnréttingu. Þá var einnig skipt um baðinnréttingu, salerni og sturtu. Gólfhiti er í húsinu með stýringu í hverju herbergi. Lóðin er mjög snyrtileg með útiskúr og skjólvegg, tvö bílastæði í innkeyrslu sem er steypt og hellulögð.
Eignin skiptist í forstofu, gang, fjögur svefnherbergi, eldhús og stofu, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Sækja söluyfirlit strax
Nánari lýsing
Forstofa er með flísum á gólfi.
Gangur er með djúpum og góðum fataskápum, flísar á gólfi.
Svefnherbergi I er með fataskáp og gólfsíðum glugga, harðparket á gólfi.
Þvottahús er rúmgott með hvítri innréttingu, tengi fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi. Vélrænt útsog.
Geymsla er rúmgóð með fataskáp, flísar á gólfi.
Svefnherbergi II er með fataskáp, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi III er með fataskáp, harðparket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með upphengdu salerni, baðinréttingu, vegghengdum skáp og sturtu.
Svefnherbergi IIII (hjónaherbergi) er með fataskáp, harðparket á gólfi.
Allar nánari upplýsingar veita:
Monika Hjálmtýsdóttir, viðskiptafr., lögg. fasteignasali
í félagi FF / monika@landmark.is / 823-2800
Júlíus Jóhannsson, lögg. fasteignasali
í félagi FF / julius@landmark.is / 823-2600
Láttu okkur selja fyrir þig! Við veitum þér sölu- og kaupráðgjöf án skuldbindingar
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat