












Lýsing
Miklaborg og Jórunn löggiltur fasteignasali kynna: Íbúð við Skaftahlíð 4, á fyrstu hæð merkt 01-02 að stærð 64 fm, í húsi sem hefur verið vel við haldið. Húsið er fjögurra hæða og þrjár íbúðir á hæð. Íbúðin er að mestu upprunaleg, en eldhúsið hefur verið uppfært og opnað á milli eldhúss og stofu. Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á vestur svalir. Baðherbergið er snyrtilegt með góðri aðstöðu. Svefnherbergið er rúmgott, bjart og með upprunalegum skápum. Eigninni fylgir góð og mikil sameign, þar sem í kjallara er sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi, sameiginleg gufubaðstofa og hjólageymsla. Einnig fylgir eigninni geymsla í kjallara.
Um er að ræða einstaklega bjarta og fallega íbúð á besta stað í bænum í suður Hlíðum Reykjavíkur. Stutt í alla þjónustu, skóla og verslun.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Miklaborg og Jórunn löggiltur fasteignasali, kynna mjög fallega, bjarta og vel skipulagða 64,0 fermetra 2ja herbergja íbúð á 1. hæð með vestur svölum í mjög góðu fjölbýlishúsi á frábærum stað í suður Hlíðum Reykjavíkur, við Skaftahlíð 10 í Reykjavík.
Húsið: Skaftahlíð 8-10 er steinsteypt fjölbýlishús með tveimur stigagöngum á fjórum hæðum auk kjallara. Húsin eru tengd saman með gangi sem liggur á milli húsanna tveggja við Skaftahlíð 4-6.
Nánari lýsing á íbúðinni: Falleg íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli. Sameiginlegur inngangur. Gengið upp hálfa hæð í íbúð.
Komið er inn í hol, sem leiðir þig í allar vistaverur íbúðarinnar. Í holi er góður fataskápur. Eldhúsið er með innréttingu sem hefur verið vel um gengið. Opnað hefur verið á milli eldhúss og stofu. Stofan er björt og rúmgóð með útgengi á vestur svalir. Svefnherbergið er rúmgott, með upprunalegum skápum. Baðherbergið er flísalagt, góð snyrtiaðstaða á baði er baðkar og góðir skápur við handlaug og á vegg við hurð með spegli á milli. Svefnherbergið og rúmgott og bjart með góðum skápum.
Húsfélag: Í húsinu er starfrækt virkt húsfélag sem stendur vel. Hússjóður er á mánuði kr 31.188- og innifalið í honum er almennur rekstur, rafmagn í sameign, þvottahús, ræsting sameignar, húseigendatrygging, hiti íbúðar og sameignar. Síðan er framkvæmdasjóður kr 10.509- á mánuði.sem er innifalið í hússjóði, en á aðalfundi 18. apríl 2024 var samþykkt af stjórn myndi leita tilboða í úttekt á neysluvatns-, hitaveitu- og skólplögnum hússins sem komnar eru á tíma. Sjá yfirlýsingu húsfélags.
Sameign: Sameign er mikil með gufubaði, sameiginlegu þvottahúsi, stóru þurrkherbergi, hjóla og vagnageymsla. Garðurinn er stór og fallegur, með stórum trjám og gras bletti.
Hverfið/ staðsetning: Hlíðarnar eru gróið íbúahverfi. Í Hlíðum getur þú valið á milli einkarekinna skóla eða ríkisrekinna. Hlíðarbúar státa meðal annars af fallegu útivistarsvæði í Öskjuhlíðinni, Perlunni, Kjarvalsstöðum, íþróttafélaginu Val, Nauthólsvík og Háskólanum í Reykjavík, svo dæmi séu nefnd. Einnig er þjónusta, verslun og skólar í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar um eignina gefur Jórunn í síma 845-8958 eða jorunn@miklaborg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.