Lýsing
*** Bókið skoðun hér ***
Nánari lýsing:
Hol: Sérlega rúmgott hol þaðan sem gengið er inn í önnur rými íbúðar. Góður fataskápur og parket á gólfi.
Stofa og borðstofa: Rúmgóð stofa og borðstofa sem nýta mætti sem svefnherbergi. Gluggar í suður og plastparket á gólfum.
Eldhús: Ágætlega rúmgott með borðkróki og glugga í norður, upprunaleg innrétting, gott skápapláss og flísar á milli skápa. Borðplata úr límtré. Dúkur á gólfi.
Baðherbergi: Baðkar með sturtu, vaskur, wc og innbyggður skápur. Flísalagðir veggir og dúkur á gólfi.
Svefnherbergi 1: Ágætlega rúmgott með góðum fataskápum. Dúkur á gólfi. Út gengi á svalir í suður.
Svefnherbergi 2: Rúmgott barnaherbergi með fataskáp.
Svefnherbergi 3: Nýtt sem þvottahús og er með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Dúkur á gólfi
Ris: Eigninni fylgir óskráð rist fyrir ofan íbúð.
Geymsla: Eigninni fylgir 5,2 fm sér geymsla í kjallara
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús með þvottavél og þurrkara er í kjallara ásamt hjólageymslu.
Bílastæði: Næg bílastæði eru við húsið.
Hér er um að ræða góða íbúð í fjölskylduvænu og eftirsóttu hverfi í næsta nágrenni við vinsæl útivistarsvæði, fallegar göngu- og hjólaleiðir ásamt öflugu skóla- og íþróttastarfi.
Athygli er vakin á því að seljendur þekkja ekki ástand eignarinnar að öðru leyti en fram kemur í söluyfirliti. Seljandi getur ekki veitt frekari upplýsingar um ástand hennar en hægt er að kynna sér við almenna skoðun og skv. söluyfirliti. Fyrir liggur ástandsskýrsla frá júní 2023 unnin af Verkís verkfræðistofu.
Nánari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir, löggiltur fasteignasali, sími 898-2017 netfang as@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.