Lýsing
Baldur fasteignasali - Sími 450-000 kynnir: fallega og rúmgóða 96,40 fermetra íbúð á jarðhæð með stórum suðvestur-sólpalli og sérstæði í lokaðri bílageymslu. Eignin er björt og vel skipulögð með einstöku útsýni að Bláfjöllum.
Hafðu samband: Baldur fasteignasali - Sími 450-000 - baldur@fastgardur.is
Nánari lýsing:
Forstofa: Gengið er inn í forstofu með fataskáp.
Stofa og borðstofa: Björt og opin stofa með útgengi á stóran, nýlagðan suðvestur-sólpall sem býður upp á einstaka aðstöðu. Fallegt útsýni til fjalla.
Eldhús, stofa og borðstoða er saman í opnu og björtu rými.
Eldhús: Falleg ljós innréttingu með góðu skápaplássi, ofn í vinnuhæð, gufugleypi og tengi fyrir uppþvottavél.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum fataskápum.
Svefnherbergi: Gott herbergi með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Ljós innrétting með skúffum við vask og efri skápar. Handklæðaofn og baðkar með sturtu.
Þvottahús: Þvottahús er innan íbúðar. Flísar á gólfi og skolvaskur
Geymsla: Í sameign er sérgeymsla (7,2 fm) ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Stæði: Sérstæði í lokaðri bílageymslu. Stæðið er vel staðsett við innganginn inn á stigaganginn. Sameiginleg þvottaaðstaða er í bílakjallaranum.
Eign sem hefur verið endurnýjuð:
• Nýtt parket á allri íbúðinni
• Nýjar innihurðar
• Nýmáluð eign
• Stór nýr sólpallur í suðvestur með miklum möguleikum
Helluvað 9 er í eftirsóttu hverfi í Norðlingaholti, með frábærri tengingu við náttúruna. Stutt í fallegar gönguleiðir um Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn. Í göngufæri eru skóli og leikskóli.
Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - löggiltur fasteignasali
baldur@fastgardur.is / sími 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasali
Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður