Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
svg

910

svg

655  Skoðendur

svg

Skráð  18. mar. 2025

einbýlishús

Jörvabyggð 2

600 Akureyri

134.900.000 kr.

586.777 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2148046

Fasteignamat

114.300.000 kr.

Brunabótamat

116.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1982
svg
229,9 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
Opið hús: 21. mars 2025 kl. 16:00 til 17:00

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur  466 1600  kaupa@kaupa.is

Fallegt 6 herbergja einbýli með bílskúr við Jörvabyggð 2 á Akureyri - samtals 229,9 m² að stærð.


Eignin skiptist í forstofu, eldhús, tvö baðherbergi, 4 svefnherbergi, stofu, hol, sjónvarpsherbergi, fjölskyldurými í risi, þvottahús geymsluloft og bílskúr.

Forstofan er með flísum á gólfi og spónlögðum eikar fataskáp og skúffueiningu.
Eldhúsið er með parketi á gólfi og snyrtilegri spónlagðri kirsuberjainnréttingu með flísum á milli skápa. 
Baðherbergin eru tvö í húsinu og bæði nýlega uppgerð.  Bæði eru þau með flísum á gólfi, og hluta veggja, með walk-in sturtum, innfelldum sturtutækjum, handklæðofni og snyrtilegum innréttingum.  Í öðru baðherbergjanna er spónlögð eikarinnrétting og í hinu dökk skápa eining á vegg og undir vask.  Gólfhiti er í báðum baðherbergjum.
Stofa og hol eru með parketi á gólfi og í stofu er aukin lofthæð.  Veglegur arin setur skemmtilegan svip á rýmið.  Úr holi er útgangur á hellulagða verönd til suðurs.
Svefnherbergin eru fjögur á hæðinni, öll með parketi á gólfi og í þremur þeirra eru fataskápar.
Þvottahús er með flísum á gólfi og snyrtilegri hvítri innréttingu og skápum með stæði fyrir bæði þvottavél og þurrkara, vaska og handklæða ofni.  Útgangur er til austurs út úr þvottahúsi út á hellulagða verönd með snúrum.  Hiti er í gólfi.
Opið risloft er yfir húsinu að hluta, bjart rými með gluggum til þriggja átta, gott fjölskyldu og/eða vinnurými með skemmtilegu útsýni.
Geymsluloft er yfir húsinu að hluta og inná það er farið um lúgu í risi.
Bílskúrinn er snyrtilegur, með nýlegri innkeyrsluhurð með rafknúnum hurðaropnara og tveimur gönguhurð til suðurs.  Gólf er lakkað og í skúrnum er bæði vatn og rafmagn.
Garðurinn er snyrtilegur.  Framan við hús er hellulagt bílaplan og steypt stétt heim að húsi með snjóbræðslu.  Sunnan við hús er hellulögð verönd með heitum potti. Einnig er hellulögð verönd sunnan við stofu og við bílskúr.

Annað
- Þak var yfirfarið og lagað árið 2022 vegna leka,  þá voru sperrur lagaðar og skipt um hluta af timbri og pappa (sama járn notað aftur). Að auki var timburklæðning yfir gluggum endurnýjuð.
- Baðherbergin voru bæði endurnýjuð árið 2018.
- Innréttingar í forstofu og þvottahúsi voru endurnýjaðar árið 2012.
- Parket og innihurðar var endurnýjað  2018
- Ljósleiðari er kominn inn og tengdur.
- Varmaskiptir er á heita vatninu.
- Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl, 22kw - tengill typa 2.
- Geymsluskúr er lóð.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Akureyrar hvetur því
væntanlega kaupendur til að kynna sér gaumgæfilega ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra fagmanna um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
3. mar. 2007
29.090.000 kr.
37.000.000 kr.
229.9 m²
160.940 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone