Lýsing
Um er að ræða bjarta 4ra herbergja íbúð á 9. hæð með glæsilegu útsýni (gluggar á þrjá vegu) í snyrtilegu lyftuhúsi við Sólheima 25 í Reykjavík. Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 103,5 fm og skiptist þannig að íbúðin sjálf er 100,9 fm ásamt sérgeymslu í sameign sem er 2,6 fm. Húsið var byggt árið 1962, sem hefur fengið lof fyrir fallega hönnun. Arkitekt hússins er Guðmundur Kr. Kristinsson. Gólfsíðir gluggar í stofu með glæsilegu útsýni yfir hluta höfuðborgarsvæðisins og til fjalla. Öflugt húsfélag sem sinnir mjög vel eftirliti og stöðugu viðhaldi hússins. Á 12. hæð eru sameiginlegar þaksvalir fyrir íbúa hússins með glæsilegu 360 gráðu útsýni yfir höfuðborgarsvæðið.
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofugang, fatahengi. Innaf forstofunni er geymsla. Á hægri hönd við inngang er baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, snyrtileg upprunaleg inrnétting, tengi fyrir þvottavél. Þrjú svefnherbergi og frá hjónaherberginu er unnt að ganga út á svalir með svalalokun. Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á sömu svalir og eru frá hjónaherbergi. Við eldhús er borðstofa. Snyrtileg innrétting í elhdúsi með flísum á milli efri og neðri skápa, gluggi. Eigninni fylgir aðgangur að sameiginlegu þvottahúsi á efstu hæðinni og eigninni fylgir sérgeymsla í sameign. Gólfefni íbúðar: teppi að mestu á gólfum fyrir utan baðherbergi en þar eru flísar og parket á eldhúsi.
Frábær staðsetning í grónu og fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis við Laugardalinn. Stutt er í alla verslun og þjónustu, m.a. Glæsibæ, Skeifuna, leikskóla, grunnskóla, menntaskóla, sundlaug, heilsurækt, heilsugæslu og bókasafn. Laugardalurinn er í göngufjarlægð með allri þeirri útivist sem hann hefur upp á að bjóða.
- Húsvörður.
- Öll sameign hússins er til mikillar fyrirmyndar og viðhald á húsinu gott.
- Búið er að setja upp hleðslustöðvar á bílaplanið fyrir rafmagnsbíla.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat