Lýsing
Sérinngangur á 1.hæð, góð forstofa með flísum á gólfi, fatahengi og setubekkiur
Komið þaðan inn á stigagang með stiga bæði upp á efri hæð og niður í kjallara.
Efri hæð:
Komið upp góðan teppalagðan stiga, þar tekur við parketlagður gangur.
Ágætt svefnherbergi með parketi á gólfi.
Eldhús með hvítiri innréttingu, fjalir á gólfi, stór eyja í miðju og stór frístandand eldavél með gashellum og ofni (fylgir ekki með), fastur eldhúsbekkur, eldhús innréttað og endurnýjað að stærstum hluta í kringum 2015, hluti innréttingar er frá 2010.
Baðherbergi með sturtuklefa, parket á gólfi og hiti í gólfi, upphengt salerni, vaskaskápur. Baðherbergi endurnýjað um 2018.
Hjónaherbergi með upprunalegum fjölum á gólfi og panil á veggjum, stórt fataherbergi innaf herberginu.
Stór og björt stofa og borðstofa, fallegur útskotsgluggi með góðu útsýni yfir bæinn, lakkað parket á gólfi.
Kjallari:
Kjallari var innréttaður 2012.
Komið niður stiga inn í opið rúmgott rými þar sem er hægt að hafa góða setu/sjónvarpsstofu og vinnurými, nýtt teppi á gólfi þar. Auðvelt er að losa stigann og opna stigaop til að flytja húsgögn á milli hæða.
Tvö rúmgóð svefnherbergi, gólf eru flotuð og lökkuð.
Stórt baðherbergi með baðkari, upphengt salerni og innrétting, gólf er flotað og lakkað.
Inn af baðherbergi er þvottahús og geymsla.
Sér rafmagn og hiti, engin húsgjöld eru greidd.
Framkvæmdasaga eiganda:
Des 2024 - Forstofa flísalögð, stigagangur nýtt teppi - rafmagnsrofar endurnýjaðir.
2017 - Eldhús innréttað.
2018- Baðherbergi endurnýjað. Rafmagnstafla efri hæð. Stofa - nýr panill og einangrun á útveggi, loftið hækkað í borðstofu.
2018 - hjónaherbergi, fjalir pússaðar, loft tekin upp í herbergi og stofu, fataherbergi sett upp.
2014 - Sólpallur og geymslukofi
2012 - kjalli innréttaður, rafrmagn í kjallara endurnýjað - útitröppur gerðar upp.
2006 - (fyrri eigendur) húsið klætt að utan, þak endurnýjað, gluggar og karmar endurnýjaðir.
Nánari upplýsingar og skoðunartima veitir Guðmundur Óli Tryggvason Lögg. fasteignasali, í síma 4563244 og 8208284, tölvupóstur eignir@fsv.is
Smelltu hér til að panta frítt söluverðmat eða skrá eignina þína!
Smelltu hér til að fylgja okkur á Facebook
Smelltu hér til að fylgja okkur á Instagram
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga, 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnana: vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu samkvæmt gjaldskrá.