Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1960
84,5 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Nýtt á skrá! Opið hús - Glaðheimar 4 Reykjavík - þriðjudaginn 8. apríl klukkan 17:00 - 17:30
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallega og mikið endurnýjaða 84,5 fermetra 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð (0001 - lítið niðurgrafin) við Glaðheima 4 í Reykjavík. Íbúðin er vel skipulögð og björt. Um er að ræða afar sjarmerandi þríbýli í steyptu húsi byggðu árið 1960 sem stendur á 704,0 fermetra sameiginlegri lóð.
Árið 2021 var eldhúsið, baðherbergi og öll gólfefni (utan forstofu) endurnýjað á afar smekklegan máta. Þá var húsið múrviðgert og málað fyrir u.þ.b. 5 árum síðan. Að sögn eiganda er auk þess búið að endurnýja drenlagnir við húsið.
Um er að ræða afar fallega íbúð á eftirsóttum stað við Glaðheima í Reykjavík. Frábær staðsetning í grónu og fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis við Laugardalinn. Stutt er í alla verslun og þjónustu, m.a. Holtagörðum, Glæsibæ, Skeifuna, leikskóla, grunnskóla, sundlaug og heilsurækt. Laugardalurinn og Elliðaárdalur í göngufjarlægð með allri þeirri útivist sem þar er upp á að bjóða.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Stofa: Er rúmgóð með vinylparketi á gólfi og gluggum til suðausturs og suðvesturs. Afar falleg gluggasetning er í stofu. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Möguleiki er að vera með borðstofu í holi á milli stofu og eldhúss og þá væri möguleiki að stúka af þriðja svefnherbergið inn af stofu.
Eldhús: Var endurnýjað árið 2021. Vinylparket á gólfum og falleg eldhúsinnrétting með góðu skápa- og borðplássi. Eldhús er opið við rúmgott hol sem væri sömuleiðis hægt að nota sem borðstofu. Innbyggður AEG kæliskápur og innbyggður AEG frystiskápur. AEG bakaraofn, AEG örbylgjuofn og stórt AEG spansuðuhelluborð. Innbyggð AEG uppþvottavél, undirfelldur vaskur og vifta undir efri skápum. Gluggi í eldhúsi snýr til suðausturs.
Hol: Er rúmgott með vinylparketi á gólfi. Er opið við eldhús og stofu. Væri hægt að nýta líka sem borðstofu.
Baðherbergi: Var endurnýjað árið 2021. Flísar á gólfi og veggjum og flísalögð sturta með glerþili. Innrétting við vask, speglaskápur og upphengt salerni. Handklæðaofn og gluggi til suðausturs.
Svefnherbergi I: Er rúmgott, með vinylparketi á gólfi, skápum og glugga til suðvesturs.
Svefnherbergi II: Er rúmgott, með vinylparketi á gólfi og glugga til suðausturs.
Geymsla: Með dúk á gólfi og hillum. Þaðan er gengið inn í sameiginlegt þvottaherbergi.
Þvottaherbergi: Er sameiginlegt á hæðinni. Málað gólf, tengi fyrir þvottavél/þurrkara og gluggi til norðurs.
Þurrkherbergi: Er sameiginlegt á hæðinni. Þvottasnúrur og gluggi til norðurs.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672
Lind fasteignasala / Heimir Hallgrímsson lögg. fasteignasali kynnir afar fallega og mikið endurnýjaða 84,5 fermetra 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð (0001 - lítið niðurgrafin) við Glaðheima 4 í Reykjavík. Íbúðin er vel skipulögð og björt. Um er að ræða afar sjarmerandi þríbýli í steyptu húsi byggðu árið 1960 sem stendur á 704,0 fermetra sameiginlegri lóð.
Árið 2021 var eldhúsið, baðherbergi og öll gólfefni (utan forstofu) endurnýjað á afar smekklegan máta. Þá var húsið múrviðgert og málað fyrir u.þ.b. 5 árum síðan. Að sögn eiganda er auk þess búið að endurnýja drenlagnir við húsið.
Um er að ræða afar fallega íbúð á eftirsóttum stað við Glaðheima í Reykjavík. Frábær staðsetning í grónu og fjölskylduvænu hverfi miðsvæðis við Laugardalinn. Stutt er í alla verslun og þjónustu, m.a. Holtagörðum, Glæsibæ, Skeifuna, leikskóla, grunnskóla, sundlaug og heilsurækt. Laugardalurinn og Elliðaárdalur í göngufjarlægð með allri þeirri útivist sem þar er upp á að bjóða.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og fatahengi.
Stofa: Er rúmgóð með vinylparketi á gólfi og gluggum til suðausturs og suðvesturs. Afar falleg gluggasetning er í stofu. Stofa rúmar vel setustofu og borðstofu. Möguleiki er að vera með borðstofu í holi á milli stofu og eldhúss og þá væri möguleiki að stúka af þriðja svefnherbergið inn af stofu.
Eldhús: Var endurnýjað árið 2021. Vinylparket á gólfum og falleg eldhúsinnrétting með góðu skápa- og borðplássi. Eldhús er opið við rúmgott hol sem væri sömuleiðis hægt að nota sem borðstofu. Innbyggður AEG kæliskápur og innbyggður AEG frystiskápur. AEG bakaraofn, AEG örbylgjuofn og stórt AEG spansuðuhelluborð. Innbyggð AEG uppþvottavél, undirfelldur vaskur og vifta undir efri skápum. Gluggi í eldhúsi snýr til suðausturs.
Hol: Er rúmgott með vinylparketi á gólfi. Er opið við eldhús og stofu. Væri hægt að nýta líka sem borðstofu.
Baðherbergi: Var endurnýjað árið 2021. Flísar á gólfi og veggjum og flísalögð sturta með glerþili. Innrétting við vask, speglaskápur og upphengt salerni. Handklæðaofn og gluggi til suðausturs.
Svefnherbergi I: Er rúmgott, með vinylparketi á gólfi, skápum og glugga til suðvesturs.
Svefnherbergi II: Er rúmgott, með vinylparketi á gólfi og glugga til suðausturs.
Geymsla: Með dúk á gólfi og hillum. Þaðan er gengið inn í sameiginlegt þvottaherbergi.
Þvottaherbergi: Er sameiginlegt á hæðinni. Málað gólf, tengi fyrir þvottavél/þurrkara og gluggi til norðurs.
Þurrkherbergi: Er sameiginlegt á hæðinni. Þvottasnúrur og gluggi til norðurs.
Nánari upplýsingar:
Heimir Hallgrímsson, lögg. fasteignasali / heimir@fastlind.is / 849-0672
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
27. mar. 2019
35.900.000 kr.
41.000.000 kr.
84.5 m²
485.207 kr.
1. des. 2015
25.050.000 kr.
29.300.000 kr.
84.5 m²
346.746 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025