Lýsing
MÖGULEIKI Á AÐ SKIPTA Á STÆRRI FASTEIGN
Smelltu hér til að fá söluyfirlitið
Skipting eignar: Forstofa, fjögur svefnherbergi, hol, stofa, eldhús með borðkrók, þvottahús, geymsla og yfirbyggðar 26,8 fermetrar svalir sem snúa í suðaustur auk þess er í sameign hjólageymsla.
Nánari lýsing:
Forstofa: Flísalögð forstofa.
Hol: Rúmgott hol með parket.
Eldhús: Fallegt og bjart eldhús með eyju, nýlegt helluborð, bakaraofn, vaskur og blöndunartæki, eyjuháfur, innbyggður örbylgjuofn og uppþvottavél, parket flæðir inn í stofu.
Stofa: Björt og falleg stofa, í gluggum eru sérhannaðar fallegar álrimlagardýnur frá Flexa, milli stofu og eldhús er gengið út á stórar yfirbyggðar 26,8 fermetrar svalir.
Hjónaherbergi: með fataskáp og parket.
Þrjú svefnherbergi: Rúmgóð með parketi á gólfi og fataskápum.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi sturtuklefi með nýlegum tækjum, baðkar og góðri baðinnréttingu með handlaug, upphengdur skápur og vegghengt salerni.
Þvottahús: Flísalagt þvottahús með innréttingu og innaf þvottahúsinu er geymsla.
Gólfefni eru parket og flísar.
Samkvæmt seljanda: Þá var húsið sealað að utan, gluggar og hurðir málaðar fyrir ca.tveim árum.
Eigendur eru að leita að stærri eign í kringum 130m og til í skipti.
Falleg eign sem hægt er að mæla með.
Stutt er að ganga í grunn- og leikskóla. Verslanir, sundlaugar og íþróttasvæði Hauka eru í göngufæri ásamt annarri þjónustu í næsta nágrenni. Fallegar gönguleiðir eru í hverfinu og í kringum Ástjörn. Hvaleyrarvatn er einnig í göngufæri.
Nánari upplýsingar veita:
Díana Arnfjörð s.895 9989 Löggiltur fasteignasali
Hulda Ósk s.771 2528 Löggiltur fasteignasali
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður