Lýsing
***BÓKIÐ SKOÐUN***
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands alls 276 fm þar af er bílskúr 27,5 fm.
Nánari lýsing á eign:
Neðri hæð
Forstofa: Gengið er inn í forstofu með góðum skápum. Flísar á gólfi.
Þvottaaðstaða: Rúmgóð með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, góðri borðplötu og hengi. Flísar á gólfi
Geymsla: Með sérsmíðaðri hurð undir stiga.
Bílskúr: Notaður sem geymsla en búið er að útbúa íbúð að hluta í bílskúrnum með sérinngangi, stofu, eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Epoxy Kvarts og flísar á gólfi.
Efri hæð
Eldhús: Snyrtilegt með fallegri innréttingu frá GKS og Svanstone borðplötum. Gott skápapláss með bakaraofni í vinnuhæð, helluborði og innbyggðri uppþvottavél ásamt eyju með setuaðstöðu. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Samliggjandi opið og bjart rými þar sem er útgengt út á mjög rúmgóðar svalir með heitum potti. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Með fallegri innréttingu, handlaug, speglaskáp, upphengdu salerni, baðkari, walk in sturtu og handklæðaofni ásamt opnanlegum glugga. Flísalagt í hólf og gólf.
Hjónaherbergi: Bjart og rúmgott með mjög góðum skápum. Parket á gólfi.
Svefnherbergi I: Bjart og rúmgott með mjög góðum skápum. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II: Bjart og rúmgott með góðum skápum. Parket á gólfi.
Aukaíbúð I: Skiptist í forstofu, bjarta stofu og eldhús í alrými, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og svefnherbergi.
Aukaíbúð II: Skiptist í forstofu, eldhús með tengi fyrir þvottavél, stofu með svefnaðstöðu og baðherbergi.
Garður/Lóð: Einstaklega snyrtileg lóð, hellulagt bílaplan með snjóbræðslukerfi. Útiskúr er við húsið sem notast sem köld geymsla. Garður er með tveim sólpöllum, fyrir framan hús með nýlegum geymsluskúr og að aftanverðu með skjólveggjum og heitum potti.
Um er að ræða virkilega fallega eign með góðu skipulagi. Gólfefnin eru mjög vönduð ýmist flísar eða harðparket, stigi milli hæða er teppalagður með kókosteppi frá Parket og gólf. Allar innréttingar og hurðir eru frá GKS og Svanstone borðplötur eru í eldhúsi aðalrýmis og tveim baðherbergjum ásamt öllum sólbekkjum. Auðvelt er að endurkalla allar breytingar og bæta þannig við rými fyrir aðal íbúðareiningu.
Eignin er á besta stað í Kórahverfinu í Kópavogi þar sem stutt er í náttúruna, göngu og hjólaleiðir sem og alla helstu þjónustu, leikskóla og skóla.
Allar nánari upplýsingar um eignina veita:
Viktoría R. Larsen, Löggiltur fasteignasali í síma 6185741 eða á netfanginu viktoria@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.