Lýsing
Heimili Fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu lítið og krúttlegt sumarhús með stórbrotnu útsýni og rúmgóðri timburverönd á ævintýralegum stað við Meðalfellsvatn í Kjósarhreppi nánar tiltekið Meðalfellsvegur 25. Lóðin sem er 1.133 fm leigulóð er afar skjólsæl með fallegum trjágróðri og vel staðsett á kyrrlátum og gróðursælum stað og liggur alveg niður að vatninu.
*** Bókið skoðun HÉR ***
Nánari lýsing:
Sumarhúsið er byggt 1978 og stendur alveg niður við vatnið, rúmgóð og skjólsæl timburverönd sem snýr í suður og út að vatninu er umhverfis húsið, lítill geymsluskúr er á veröndinni. Bústaðurinn er innréttaður sem stúdíó íbúð og er nýmálaður að innan, stofa, eldhús og svefnaðstaða í einu rými með stórkostlegu útsýni yfir vatnið og fjöllin. Lítið baðherbergi með wc og vaski. Rafmagn er komið í hús og hægt að taka inn hitaveitu og ljósleiðara. Kalda vatnið kemur úr uppsprettu á svæðinu. Meðfylgjandi eru teikningar af 115 fm glæsilegu timburhúsi á einni hæð með steyptum undirstöðu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofa, borðstofa og eldhús í rúmgóðu björtu alrými með gólfsíðum gluggum sem snúa út að vatninu. Gert er ráð fyrir að húsið verði loftræst á náttúrulegan hátt og með hitaveitu á vegum Kjósarveitna. Vatnsinntak verður í húsinu, vatnslagnir verða undir grunnplötu og skolpi verður veitt í rotþró. Raflangir verða lagðar í létta innveggi, útveggi og í þak.
Hér er um að ræða yndislegan sælureit á einstaklega fallegum og eftirsóttum stað sem hægt er að njóta allt árið um kring þar sem fjölbreytt aðstaða er til útivistar í aðeins um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Mosfellsbæ.
Sjón er sögu ríkari.
Gjöld:
Fasteignagjöld 2025 eru 109.650
Brunatrygging 2025 er 17.232
Lóðarleiga 2025 er kr. 176.395
Árgjald í Félag sumarhúsaeigenda við Meðalfellsvatn er kr. 5.500 (valfrjálst)
Allar frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali sími 898-2017 netfang as@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.