Lýsing
Um er að ræða afar fallega og vel staðsetta 2-3ja herbergja íbúð á annari hæð við Hraunteig 15 í göngufjarlægð við Laugardalinn.
Eignin er skráð 64,1 fm. skv. fasteignaskrá HMS, auk geymslu í sameign sem er 5,0 fm að stærð en ekki inni í birtri stærð.
Eignin skiptist í rúmgott hol, stofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi auk sérgeymslu og sameiginlegra rýma í sameign.
Nánari lýsing:
Forstofa / hol er rúmgott og tengir aðrar vistarveru íbúðarinnar, það er rúmgott og er í dag notað sem borðstofa.
Eldhús er bjart og fallegt með eldri innréttingu en búið er að bæta við nokkrum skápum, endurnýja vask og borðplötu þar er pláss fyrir eldhúsborð og stóla.
Stofa/borðstofa eru rúmgóð og björt enda gluggar á tvo vegu sem snúa mót suðri/vestri og tryggja góða birtu inn í rýmið, stofan rúmar vel bæði setustofu og borðstofu.
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt með nettri innréttingu, sturtubotni og glugga með opnanlegu fagi.
Hjónaherbergi: Rúmgott með parketi á gólfi, góðum skápum, þó hurðalausum og útgengi út á góðar vestur svalir.
Sérgeymsla íbúðarinner staðsett í sameign á jarðhæð.
Þvottahús er sameiginlegt en hver íbúð með tengi fyrir þvottavél/þurrkara.
Gólfefni; Fallegt parket á öllum rýmum utan baðherbergis sem er flísalagt var pússð og lakkað 2109.
Þetta er einstaklega björt og falleg íbúð með góðu skipulagi í litlu fjölbýlishúsi við Hraunteiginn.
Eignin er vel staðsett með tillitti til skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og útivistarsvæði en einnig er stutt í verslun og þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignsali í s. 777-2882 eða thora@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.