Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Freyja Sigurðardóttir
Ágústa Hauksdóttir
Andrea Guðrún Gunnlaugsdóttir
Glódís Helgadóttir
Hlynur Halldórsson
Valgerður Ása Gissurardóttir
Vista
parhús

Háaberg aukaíbúð 15

221 Hafnarfjörður

159.900.000 kr.

729.804 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2075086

Fasteignamat

122.800.000 kr.

Brunabótamat

111.000.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1991
svg
219,1 m²
svg
7 herb.
svg
5 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Hraunhamar kynnir fallegt og vel um gengið pallabyggt parhús á þessum eftirsótta stað í Setbergshverfinu í Hafnarfirði,  húsið er skráð 219,1 fermetrar skv. HMS en á neðri hæð er óskráð rými cirka 65 fermetrar.  Þannig að raunstærð hússins er cirka 285 fermetrar.  Húsið er vel staðsett innst í lokuðum botnlanga. 

✅Aukaíbúð með sérinngangi
✅Allt að fimm svefnherbergi
✅Frábær staðsetning
✅Vel við haldið hús 
✅Fallegur garður, rafhleðslustöð.
✅Glæsilegt útsýni

Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, stofa, borðstofa, sólstofa, 4 svefnherbergi, sjónvarpshol, gestasalerni, þvottahús, bílskúr, geymsla og baðherbergi.
Aukaíbúð með sérinngangi skiptist í alrými, eldhús. svefnherbergi og baðherbergi. 

Lýsing eignarinnar:
Forstofa með fataskápum.
Gott hol.
Flísalagt gestasalerni. 
Gott sjónvarpshol, möguleiki að bæta við þar herbergi e.t.v.
Gengið upp á pall þar er stofa, borðstofa og sólstofa. Arin í stofunni. 
Eldhús með snyrtilegri innréttingu, búr við hlið eldhússins. 
Á neðri hæðinni er þrjú svefnherbergi, fataskápur í herbergjunum. 
Flísalagt baðherbergi með innréttingu, sturta og baðkar. 
Utangengt út í garðinn á jarðhæðinni. 
Innaf forstofunni er svefnherbergi. 
Þvottahús 
með innréttingu, innangengt í bílskúrinn frá þvottahúsinu. 

Bílskúrinn rúmgóður, með heitu og köldu vatni, rafdrifin opnari. milliloft. hringstigi úr bílskúrnum á neðri hæð þar sem er geymsla og einnig er innangengt í íbúð sem er á neðri hæðinni. Þetta rými er óskráð. cirka 15 fermetrar. 

Íbúðin cirka 50 fermetrar er með sérinngangi og er mjög snyrtileg, Gott alrými, það er stofa og eldhús í opnu rými, eldhúsið er með snyrtilegri innréttingu, Fínt baðherbergi með innréttingu og sturtuaðstöðu, einnig er geymsla/þvottahús þar. 

Gólfefni eru gegnheilt eikarparket og flísar. 

Lóðin er falleg með palli, heitum potti, grasflöt og hellulögðu bílaplani með skjólgirðingu. 

Þetta er fallegt og vel umgengið hús á þessum friðsæla stað í Setberginu, húsið er innarlega í lokuðum botnlanga. Stutt í skóla og leikskóla. 


Nánari upplýsingar veitir Hlynur Halldórsson, löggiltur fasteignasali, s. 698-2603, hlynur@hraunhamar.is 

Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Hraunhamar fasteignasala vill benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga fyrir nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.    Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2.    Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 kr. af hverju skjali.
3.    Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4.    Umsýslugjald til fasteignasölu skv. þjónustusamningi
 
Hraunhamar er elsta fasteignasala Hafnarfjarðar, stofnuð 1983.
Hraunhamar, í fararbroddi í rúm 40 ár. – Hraunhamar.is
Smelltu hér til að fá frítt söluverðmat.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.

img
Hlynur Halldórsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Hraunhamar fasteignasala
Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður
Hraunhamar fasteignasala

Hraunhamar fasteignasala

Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður
img

Hlynur Halldórsson

Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður
Hraunhamar fasteignasala

Hraunhamar fasteignasala

Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður

Hlynur Halldórsson

Bæjarhraun 10, 220 Hafnarfjörður