Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Stefán Hrafn Stefánsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1931
svg
394,5 m²
svg
9 herb.
svg
10 baðherb.
svg
9 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Stórborg fasteignamiðlun kynnir eignina Sóleyjargata 27, 101 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 200-9319 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindi.
Eignin Sóleyjargata 27 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-9319, birt stærð 394.5 fm.
Stórborg kynnir virkilega áhugaverða tæplega 400,0 fermetra húseign sem rekið var sem gistiheimili á 826,3 fermetra lóð á frábærum stað í miðborginni.

Eignin var endurnýjuð hið innra 2015-2016, þ.m.t. gólfefni, innréttingar, innihurðir, baðherbergi, raflagnir, neysluvatnslagnir sem sett var forhitarakerfi á, frárennslislagnir, ofnalagnir, lagðar cat 5 tölvulagnir í allar íbúðir, sett upp brunaviðvörunarkerfi og gsm tengd dyrabjalla. (ástand í dag óþekkt) 

Í húseigninni eru 9 íbúðir, allar með sér eldhúsi og sér baðherbergi.  Um er að ræða 6 stúdíóíbúðir, tvær 2ja herbergja íbúðir og eina stóra íbúð á tveimur hæðum með þrennum svölum. 
Bílskúr og geymsla eru á lóð hússins og verönd til suðurs.  

Á 1. hæð hússins eru tvær stúdíóíbúðir og ein 2ja herbergja íbúð.
Nánari lýsing 1. hæðar:
Stúdíóíbúð I, sem skiptist í opið parketlagt rými sem í eru stofa með eldhúsinnréttingu á einum vegg og svefnkrókur.  Eldhúsinnrétting er með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp.  Baðherbergi er  flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð.  
Stúdíóíbúð II: sem skiptist í opið parketlagt rými sem í eru stofa með eldhúsinnréttingu á einum vegg og svefnkrókur.  Eldhúsinnrétting er með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp.  Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð.
2ja herbergja íbúð með svölum: sem skiptist í forstofu, parketlagða. Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð. Stofa/eldhús í einu parketlögðu opnu og rúmgóðu rými með viðar innréttingum með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp.  Úr stofu er útgengi á svalir til suðurs. Herbergi er parketlagt og með fataskápum.

Á 2. hæð hússins er ein stúdíóíbúð, ein 2ja herbergja íbúð og inngangur í stóra risíbúð um herbergi á 2. hæð.  Fallegt útsýni er frá rishæð hússins.
Nánari lýsing 2. hæðar.
Stúdíóíbúð: sem skiptist í opið parketlagt rými sem í eru stofa með eldhúsinnréttingu á einum vegg og svefnkrókur.  Eldhúsinnrétting er með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp.  Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð.  
2ja herbergja íbúð: sem skiptist í forstofu, parketlagða. Baðherbergi sem er  flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð. Stofa/eldhús í einu parketlögðu opnu og rúmgóðu rými með útgengi á svalir. Herbergi er parketlagt og með fataskápum.
Inngangur er í risíbúð af gangi og gegnum herbergi á 2. hæð og hringstigi þaðan upp í ris:  herbergi á 2. hæð er parketlagt. í Risi er mjög stórt opið parketlagt og bjart rými með útgengi á þrennar svalir, til suðurs, vesturs og norðurs. Í opna rýminu eru stofur og eldhús. Innrétting er í eldhúsi með flísum á milli skápa, helluborði, innbyggðum ísskáp og tengi fyrir uppþvottavél.  Baðherbergi er með glugga, stórt og flísalagt í gólf og veggi, innrétting og sturtuklefi. Í baðherbergi er tengi fyrir þvottavél og þurrkara.  Svefnherbergi er rúmgott og parketlagt. 

Í kjallara hússins, sem innangengt er í af 1. hæð og er einnig með sérinngangi eru:
Nánari lýsing kjallara:
Stúdíóíbúð I, sem skiptist í opið flísalagt rými sem í eru stofa með eldhúsinnréttingu á einum vegg og svefnkrókur.  Eldhúsinnrétting er með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp.  Baðherbergi er  flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð.  
Stúdíóíbúð II: sem skiptist í opið flísalagt rými sem í eru stofa með eldhúsinnréttingu á einum vegg og svefnkrókur.  Eldhúsinnrétting er með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp.  Baðherbergi er flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð.
2ja herbergja íbúð: sem skiptist í forstofu, flísalagða. Baðherbergi sem er allt flísalagt í gólf og veggi og með flísalagðri sturtu með glerhurð. Stofa/eldhús í einu flísalögðu opnu og rúmgóðu rými með viðar innréttingum með flísum á milli skápa, helluborði og innbyggðum ísskáp. Herbergi,er parketlagt og með fataskápum.

Í kjallara hússins eru auk íbúða, forstofa með sérinngangi, starfsmannaastaða, þvottaherbergi og baðherbergi auk ræstikompu.
Á 1. hæð hússins eru auk íbúða, forstofa, gangur og fataherbergi auk ræstikompu. 
Á 2. hæð hússins eru auk íbúða stigapallur með svölum til norðurs og ræstikoma auk íbúða.
Bílskúr stóð til að innrétta sem stúdíóíbúð með sér baðherbergi og eldhúsaðstöðu en er í dag geymsla og innst í bílskúr með sérinngangi af lóð er góð úti geymsla.
Húsið að utan virðist allt vera í þokkalegu ástandi að sjá. Kíkja þarf á hús að utan, þakkant og járn á þaki. Að innan er eignin í þokkalegu ástandi en ber þess merki að hafa verið í útleigu. Vart var við leka í tveimur íbúðum og var gólfefni rifið af þeim og gólf þurkuð. Orsök lekans var sú að niðurföll á svölum stífluðust og flæddi inn um svalahurð.

Lóðin er stór og gróin en er ekki alveg frágengin eftir framkvæmdir undanfarinna ára. 
Aðkoma að eigninni er bæði frá Sóleyjargötu og Njarðargötu og næg bílastæði eru við Sóleyjargötuna. 

Skorað er á væntanlega kaupendur að skoða eignina ítarlega og láta ástandsskoða eignina ef vill. Eignin er seld af hálfu Reykjavíkurborgar í því ástandi sem eignin er í dag.
Vakin er athygli áhugasamra um kynningu og auglýsingu eignarinnar, móttöku tilboða og gildistíma þeirra,  gilda sérstakar reglur Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Hrafn lögm/lögg.fasts, í síma 8952049 , tölvupóstur stefan@storborg.is.

Stórborg fasteignamiðlun

Ármúla 8, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
18. okt. 2017
96.275.000 kr.
240.000.000 kr.
394.5 m²
608.365 kr.
20. maí. 2011
50.850.000 kr.
50.000.000 kr.
235.1 m²
212.675 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Stórborg fasteignamiðlun

Ármúla 8, 108 Reykjavík
phone