Opið hús: Vetrarbraut 31, 815 Þorlákshöfn. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 22. apríl 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Húsið er skemmtilega skipulagt, klætt með báru og timbri og með góðan garð á móti sólu.
Vetrarbraut 29-33 er nýtt raðhús í grónu hverfi í Þorlákshöfn nálægt skólanum, íþróttahúsinu og leikskólanum. Hvert hús fyrir sig hefur 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús inn af anddyri og eldhús og stofu í einu rými.
Eignin afhendist fullfrágengin að innan sem utan. Lóðin er þökulögð, hellulagt bílaplan, timburpallur á baklóð. Sorptunnuskýli fyrir 3 tunnur komin og há girðing við lóðamörk á baklóð, til að skerma af innsýn.
Nánari lýsingu má fá hjá fasteigansala. Halldór Freyr Sveinbjörnsson - 6932916 - halldor@fastgardur.is
Skilalýsing seljanda:
Lóðin: Sólrík suðvestur baklóð sem nýtur sólar allan daginn. Á baklóðinni er hægt er að ganga út úr húsi úr stofu (rennihurð) og svefnherbergi (svalahurð). Þar er trépallur og er lóðin þökulögð. Garðkrani er á vegg. Gert hefur verið ráð fyrir að íbúar geti sett niður heitan pott í garðinum og eru ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn klár rétt undir palli og einnig er búið að ganga frá frárennsli fyrir pottinn. Innkeyrsla og aðkoma fyrir framan hús er hellulögð með snjóbræðslurörum undir. Snjóbræðslan verður ekki tengd en rörin liggja klár inn í þvottahús ef nýr eigandi vill tengja. Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur er komið.
Botnplata: Botnplata með ísteyptum hitalögnum
Útveggir: Útveggir staðsteyptir í Durisol kubba með 10 sm einangrun, múrað að innan, vatnsheldur öndunardúkur undir klæðningu. Klæðning báruál og hitameðhöndluð fura
Innveggir: 95mm stálgrind klædd með spónaplötum og gipsi yfir, hljóðeinangrun á milli, sparslað og fullmálað í ljósum lit. Veggir á baðherbergi eru klæddir með Fermacell, þá vatnsþétt gúmmíkvoða og síðan flísar.
Þak: Timburþak klætt með þakpappa og Aluzink báru, einangrað með 24cm þakull, rakasperra frá Redder neðan á einangrun. Neðan á sperrur kemur töföld 45x45 lagnagrind klædd með ljósum panel frá Þ.Þorgrímsson.
Þakkantur og rennur: Þakkantur er úr timbri. Svartar álrennur eru utan á þakkanti. Þakkantur er klæddur að neðan og er lýsing í honum allan hringinn. Einnig eru tenglar í þakkanti beggja megin við hús, fyrir jólaseríurnar.
Gluggar og hurðir: Ál-tré-plast gluggar frá Idealcombi, RAL 9005 að utan (svart) og RAL 9010 að innan (hvítt). Tré að innan,
ál að utan og plast í botnstykki. Rennihurð í stofu frá sama fyrirtæki. Svört útihurð frá Idealcombi og hvítar innihurðir frá Birgisson.
Gólf: Gólf eru flotuð og síðan eru lagðar ljósa flísar frá Álfaborg á votrými og hluta af anddyri. Ljóst Majestic parket úr Birgisson á önnur gólf.
Loft: Loftið er upptekið, klætt með ljósum loftapanel. Þakið er tvíhalla og hátt er til lofts í miðju húsinu, allt að 3,6 m Niðurtekið loft á baðherbergi.
Lagnir: Skólplagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu. Rör í rör kerfi er fyrir neysluvatn og er undir botnplötu og tengt við tengikistur. Gólfhiti er í húsinu en tölvustýring er ekki uppsett, þó eru allar lagnir til staðar.
Raflagnir: Rafmagnslögn er fullfrágengin. Lýsing í hvert rými er komin. Ídráttarrör eru lögð undir plötu frá töfluskáp og út í garð ef ske kynni að kaupandi myndi vilja setja heitan pott eða nota rafmagn til annarra nota. Tenglar eru í þakskyggni bæði að framan og aftan, hugsaðir til að stinga jólaseríum í samband. Gert er ráð fyrir rafbílahleðslu í töflu.
Eldhús: Eldhúsinnréttingin og tækin eru frá Ikea. Borðplatan er frá Byko. Eldhúsinnréttingin er með 80 sm vaski,, 80 sm spanhelluborði, bakaraofni og innfelldri uppþvottavél.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum, 60x60 á gólf og 30x60 á veggi. Hefðbundin baðinnrétting frá Ikea, speglaskápur, handklæðaofn og upphengt salerni, innbyggð blöndunartæki í sturtu.
Þvottahús: Plastlögð borðplata með skolvaski í með Ikea skápum undir. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara undir borðplötu. Bakið er tekið úr skápunum til að hafa aðgengi að lögnum á bakvið. Flísalagt gólf.
Fataskápar: Eru í svefnherbergjum og í þvottahúsi (forstofufataskápur). Allir skápar eru PAX frá Ikea og því er auðvelt að breyta og bæta við innvolsi ef fólk vill.
Inntaksgjöld: Inntaksgjöld fyrir hita og rafmagn eru greidd.
Skipulagsgjald: Kaupandi greiðir 0,3% skipulagsgjald sem lagt er á við endanlegt brunabótamat.
Afhendingartími: Núverandi verkáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að afhenda húsin fullbúin að innan og utan 15. júní 2025
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður