












Lýsing
*Eignin verður sýnd á opnu húsi Laugardaginn 26 apríl frá 12:30-13:00* Miklaborg kynnir: þriggja herbergja íbúð, skráð 71,2 fm við Furugrund 32 í Kópavogi. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, eldhús, stofu og borðstofu. Svalir út frá stofu og sér geymsla í kjallara.
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon, löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is
Nánari lýsing
Forstofa: Komið inn í forstofu frá sameign. Á forstofu gangi er fataskápur. Parket á gólfi.
Eldhús: Til hægri við forstofu er fallegt eldhús. Svartar innréttingar og ljós borðplata. Gott skápapláss og vinnuaðstaða. Eldhús var endurnýjað árið 2021. Allir tenglar og rofar í eldhúsi einnig. Parket á gólfi.
Stofa / borðstofa: Rúmgóð stofa og borðstofa í alrými. Útgengt út á suður svalir. Parket á gólfi.
Svefnherbergi: Tvö svefnherbergi. Skápar í hjónaherbergi. Bæði herbergi björt og rúmgóð. Parket á gólfi.
Baðherbergi: Hvít baðinnrétting með speglaskáp fyrir ofan vask. Salerni og baðkar. Ný vifta sett inn á baðherbergi árið 2022
Geymsla: Sér geymsla í kjallara sem er5,4 fm að stærð.
Sameign er snyrtileg og góð. Í kjallara eru sér geymslur og sameiginlegt þvottahús fyrir íbúðir. Epoxy húðað gólf í þvottahúsi og hjólageymslu 2021. Einnig var skipt um og fjölgað tengjum í þvottahúsi 2024.
Nánari upplýsingar veitir Friðjón Örn Magnússon, löggiltur fasteignasali í síma 692 2704 eða fridjon@miklaborg.is