Lýsing
Góð og vel skipulögð 87 fm þriggja herbergja íbúð með sérinngangi og upphituðum yfirbyggðum svölum við Fannborg 5 í Kópavogi – frábær staðsetning í grónu og vinsælu hverfi!
Íbúðin er vel skipulögð með tveimur svefnherbergjum, sér þvottahúsi innan íbúðar og yfirbyggðum svölum sem nýtast sem aukarými með gólfhita og ofni. Stutt er í alla helstu þjónustu og almenningssamgöngur, verslanir og menningu í miðbæ Kópavogs.
✅ Sérinngangur og yfirbyggðar, upphitaðar svalir sem nýtast vel
✅ Tvö rúmgóð svefnherbergi og sér þvottahús innan íbúðar
✅ Björt stofa og góður borðkrókur við eldhús
✅ Góð geymsluaðstaða og sameiginleg þvottahús/vagnageymsla
✅ Frábær staðsetning – stutt í verslanir, þjónustu og almenningssamgöngur
Nánari lýsing
Forstofa: Flísalögð með fataskáp.
Stofa: Björt og rúmgóð með harðparketi á gólfi. Útgengi á suðursvalir sem eru að hluta yfirbyggðar með gólfhita og ofni (um 10 m²), og að hluta opnar (um 5 m²).
Eldhús: Hvít innrétting með bakarofni, helluborði og gufugleypi. Góður borðkrókur við glugga. Harðparket á gólfi.
Þvottahús: Inn af eldhúsi (merkt sem skáli á teikningu), með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, vaski og áföstum hillum. Málað gólf.
Svefnherbergi I: Rúmgott með fataskáp og harðparketi.
Svefnherbergi II: Er við hlið stofu með harðparketi.
Baðherbergi: Flísalagt með baðkari og sturtu, upphengdu salerni og baðinnréttingu. Panilklæddir veggir.
Svalir: Að hluta yfirbyggðar og upphitaðar með flísum, gólfhita og ofni. Nýtast vel sem aukarými – um 10 m². Opni hlutinn er um 5 m².
Geymsla og sameign: Sér geymsla í sameign. Sameiginlegt þvottahús er samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu á efstu hæð hússins. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla á fyrstu hæð.
Staðsetning
Eignin er staðsett við Fannborg í hjarta Kópavogs, stutt frá Hamraborg þar sem finna má fjölbreytta verslun og þjónustu. Nálægð við leik- og grunnskóla, sundlaug, bókasafn og strætóleiðir gerir staðsetninguna einstaklega hentuga fyrir bæði fjölskyldufólk og einstaklinga.
Viðhaldssaga
Húsið (Fannborg 1–9) múrviðgert og málað 2017/2018
Gluggar og gler endurnýjuð þar sem þurfti
Svalagólf flotuð og lökkuð
Nýtt parket lagt 2018 og fataskápur settur upp
Dósir og tenglar endurnýjaðir 2018
Yfirbyggðar svalir flotaðar og flísalagðar með gólfhita og ofni sumarið 2021
Fyrirhugað viðhald:
Sumarið 2025: Lagfæringar á stéttum við Fannborg 1–9 og hreinsun loftræstistokka.
Sækja hér söluyfirlit samstundis
Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar og skoðun:
Monika Hjálmtýsdóttir, löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur – 823-2800 / monika@landmark.is
Júlíus Jóhannsson, löggiltur fasteignasali – 823-2600 / julius@landmark.is
Láttu okkur sjá um söluna fyrir þig – við veitum þér faglega söluráðgjöf
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat