Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1995
240,8 m²
5 herb.
2 baðherb.
4 svefnh.
Þvottahús
Útsýni
Sérinngangur
Lýsing
Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og frábærlega staðsett útsýnishús innst í botnlanga á eftirsóttum stað við Bakkahjalla 10 Kópavogi. Um er að ræða parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr sem er skráð skv fmr 240,8fm. Það sem einkennir helst þetta fallega fjölskylduhús er mikil lofthæð, stórir gluggar, frábært útsýni og góð staðsetning innst í botnlanga og stutt er í alla þjónustu. Húsið hefur fengið gott viðhald í gegn um árin. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Nánari lýsing: eignin skiptist eftirfarandi. Neðri hæð: Forstofa, baðherbergi, svefnherbergi, þvottahús, geymsla, bílskúr og stórt gluggalaust fjölskyldurými. Efri hæð: Stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Neðri hæð: Forstofa: komið er inn í mjög rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og miklum og góðum fataskápum. Hiti er í gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergi á neðri hæð er innaf forstofu og er flísalagt með sturtu.
Svefnherbergi: Herbergi sem er innaf forstofu er með parketi á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Fjölskyldurými: Mjög rúmgott glugglaust fjölskyldurými er á neðri ihæðinni og er parketlagt, tilvalið sem tómstundarými.
Þvottahús: þvottahúsið er vel útbúið með innréttingu með góðu skápaplássi og vélarnar eru í vinnuhæð.
Bílskúr: innangengt er í bílskúrinn sem er rúmgóður og skráður 24fm. Rafmagnshurðaopnari, gluggar og göngudyr eru á bílskúrnum.
Geymsla: innaf bílskúr er rúmgóð geymsla.
Efri hæð: gengið er upp fallegan steyptan, parketlagðan stiga upp á efri hæð.
Stofa/borðstofa: Stofurnar eru rúmgóðar og samliggjandi með mikilli lofthæð og stórum gluggum og rýmið því bjart og fallegt. Parket er á gólfi, innbyggð lýsing í lofti og gengið út á stórar svalir frá borðstofunni með frábæru útsýni.
Eldhús: Eldhúsið er við hlið stofunnar og er rúmgott með ljósri innréttingu með stein á borði og góðu skápaplássi. Flísar eru á milli efri og neðri skápa og einnig á gólfi. Spanhelluborð, ofninn er í vinnuhæð og rúmgóður borðkrókur. Innaf eldhúsi er gott búr með hillum.
Baðherbergi: Baðherbergið á efri hæð er flísalagt og bæði með baðkari og sturtu. Hvít innrétting með góðu skápaplássi, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: Herbergin á efri hæð eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápum. Útgengt er út í garð frá hjónaherbergi.
Aðkoma: Falleg aðkoma með hönnuðum garði, gróðri, lýsingu og hellulögðu bílaplani með hitaílögnum.
Niðurlag: Þetta er virkilega fallegt og gott fjölskylduhús með frábæru útsýni á eftirsóttum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Framkvæmdir Bakkahjalli 10
Árið 2014
· Öll íbúðin máluð innan
· Bílskúr/geymsla máluð innan + gólf lakkað
· Hillur settar upp í geymslu inn af bílskúr
· Ofnakerfið. Skipt um 9 ofnaloka, allt ofnakerfið yfirfarið (B. Markan ehf)
· Skipt um blöndunartæki+sturtuhaus í sturtuklefa uppi (Tengi ehf)
· Sett upp glerhurð í sturtuklefa, baðherbergi uppi (B Markan)
· Blöndunartæki í baðkari uppi yfirfarið og lagað hjá Tengi ehf
· Sjónvarps/internetsmál yfirfarin í húsinu. 2 net sett upp.
· Sett upp ný úti-og garðlýsing. (Rafvirkinn ehf)
Árið 2015
· Tvöfalt steypt Sorpgeymsluskýli (BM Vallá)
· Ný útiljós að framanverðu (Rafkaup)
· Nýtt útiljós á svalir
Árið 2016
· Sett ný LED loftlýsing í holi niðri
· Sett upp vinnuljós undir skápa í eldhúsi
· Málað tréverk utan
· Leggja Epoxy gólfefni á bílskúrsgólf
· Hlíf yfir sprungum á milli húsa (nr 8 & 10)
· Öryggissteinar/veggur. Reistur að norðan verðu við Hliðarhjalla. Kópavogsbær
Árið 2017
· Málað allt húsið og þak utan + þakkant (Gillibo ehf)
· Múr - Lagað/málað svalargólf og veggir innan
· Málað trérimlagólf á svalargólfi (neðan)
Árið 2018
· Reisa girðingu á milli lóða, N-megin, frá húsi upp og að lóðarmörkum.
Árið 2019
· Settar rafmagnsviftur í vegg-op í tómstundaherb. niðri
· Settur upp 16A tengil í bílskúr
· Bætt við útilýsingu (sunnan), yfir útidyrahurð og undir svölum
· Settur tímarofa á öll útiljós
· Nýr bílskúrshurðaopnari.
Árið 2020
· Byggður og reist girðing meðfram lóðarmörkum, N-megin og með himnastiga
· Nýtt parket lagt á öll gólf ásamt parket í stigann
· Nýjar flísar lagðar á eldhúsgólf
· Endurgerð í viðhaldi, handlaug og vatnskassi á WC niðri.
· Smíðað handrið ofan á steinvegg við stiga inni og þrengja stigaop.
· Setja ný LED ljós í kappa yfir eldhúsvaski. Í stað halogenljósa.
· Bæta loftöndun í þaksperrur. Loftstútum fjölgað.
Árið 2022
· Skipta um allar hurðaskrár og húna innandyra.
Árið 2023
· Skipta um þakrennur og niðurföll (álkerfi frá Hagblikk ehf)
Árið 2024
· Háþrýstiþvegið, grunnað og málað þak og þakkant.
· Bætt við þriðju sorpgeymslunni. (BM Vallá.)
Árið 2025
· Skipt um loftljós á gesta WC og lagðað veggljós (LED-lýsing)
Nánari lýsing: eignin skiptist eftirfarandi. Neðri hæð: Forstofa, baðherbergi, svefnherbergi, þvottahús, geymsla, bílskúr og stórt gluggalaust fjölskyldurými. Efri hæð: Stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi.
Neðri hæð: Forstofa: komið er inn í mjög rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og miklum og góðum fataskápum. Hiti er í gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergi á neðri hæð er innaf forstofu og er flísalagt með sturtu.
Svefnherbergi: Herbergi sem er innaf forstofu er með parketi á gólfi og tvöföldum fataskáp.
Fjölskyldurými: Mjög rúmgott glugglaust fjölskyldurými er á neðri ihæðinni og er parketlagt, tilvalið sem tómstundarými.
Þvottahús: þvottahúsið er vel útbúið með innréttingu með góðu skápaplássi og vélarnar eru í vinnuhæð.
Bílskúr: innangengt er í bílskúrinn sem er rúmgóður og skráður 24fm. Rafmagnshurðaopnari, gluggar og göngudyr eru á bílskúrnum.
Geymsla: innaf bílskúr er rúmgóð geymsla.
Efri hæð: gengið er upp fallegan steyptan, parketlagðan stiga upp á efri hæð.
Stofa/borðstofa: Stofurnar eru rúmgóðar og samliggjandi með mikilli lofthæð og stórum gluggum og rýmið því bjart og fallegt. Parket er á gólfi, innbyggð lýsing í lofti og gengið út á stórar svalir frá borðstofunni með frábæru útsýni.
Eldhús: Eldhúsið er við hlið stofunnar og er rúmgott með ljósri innréttingu með stein á borði og góðu skápaplássi. Flísar eru á milli efri og neðri skápa og einnig á gólfi. Spanhelluborð, ofninn er í vinnuhæð og rúmgóður borðkrókur. Innaf eldhúsi er gott búr með hillum.
Baðherbergi: Baðherbergið á efri hæð er flísalagt og bæði með baðkari og sturtu. Hvít innrétting með góðu skápaplássi, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi: Herbergin á efri hæð eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápum. Útgengt er út í garð frá hjónaherbergi.
Aðkoma: Falleg aðkoma með hönnuðum garði, gróðri, lýsingu og hellulögðu bílaplani með hitaílögnum.
Niðurlag: Þetta er virkilega fallegt og gott fjölskylduhús með frábæru útsýni á eftirsóttum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is
Framkvæmdir Bakkahjalli 10
Árið 2014
· Öll íbúðin máluð innan
· Bílskúr/geymsla máluð innan + gólf lakkað
· Hillur settar upp í geymslu inn af bílskúr
· Ofnakerfið. Skipt um 9 ofnaloka, allt ofnakerfið yfirfarið (B. Markan ehf)
· Skipt um blöndunartæki+sturtuhaus í sturtuklefa uppi (Tengi ehf)
· Sett upp glerhurð í sturtuklefa, baðherbergi uppi (B Markan)
· Blöndunartæki í baðkari uppi yfirfarið og lagað hjá Tengi ehf
· Sjónvarps/internetsmál yfirfarin í húsinu. 2 net sett upp.
· Sett upp ný úti-og garðlýsing. (Rafvirkinn ehf)
Árið 2015
· Tvöfalt steypt Sorpgeymsluskýli (BM Vallá)
· Ný útiljós að framanverðu (Rafkaup)
· Nýtt útiljós á svalir
Árið 2016
· Sett ný LED loftlýsing í holi niðri
· Sett upp vinnuljós undir skápa í eldhúsi
· Málað tréverk utan
· Leggja Epoxy gólfefni á bílskúrsgólf
· Hlíf yfir sprungum á milli húsa (nr 8 & 10)
· Öryggissteinar/veggur. Reistur að norðan verðu við Hliðarhjalla. Kópavogsbær
Árið 2017
· Málað allt húsið og þak utan + þakkant (Gillibo ehf)
· Múr - Lagað/málað svalargólf og veggir innan
· Málað trérimlagólf á svalargólfi (neðan)
Árið 2018
· Reisa girðingu á milli lóða, N-megin, frá húsi upp og að lóðarmörkum.
Árið 2019
· Settar rafmagnsviftur í vegg-op í tómstundaherb. niðri
· Settur upp 16A tengil í bílskúr
· Bætt við útilýsingu (sunnan), yfir útidyrahurð og undir svölum
· Settur tímarofa á öll útiljós
· Nýr bílskúrshurðaopnari.
Árið 2020
· Byggður og reist girðing meðfram lóðarmörkum, N-megin og með himnastiga
· Nýtt parket lagt á öll gólf ásamt parket í stigann
· Nýjar flísar lagðar á eldhúsgólf
· Endurgerð í viðhaldi, handlaug og vatnskassi á WC niðri.
· Smíðað handrið ofan á steinvegg við stiga inni og þrengja stigaop.
· Setja ný LED ljós í kappa yfir eldhúsvaski. Í stað halogenljósa.
· Bæta loftöndun í þaksperrur. Loftstútum fjölgað.
Árið 2022
· Skipta um allar hurðaskrár og húna innandyra.
Árið 2023
· Skipta um þakrennur og niðurföll (álkerfi frá Hagblikk ehf)
Árið 2024
· Háþrýstiþvegið, grunnað og málað þak og þakkant.
· Bætt við þriðju sorpgeymslunni. (BM Vallá.)
Árið 2025
· Skipt um loftljós á gesta WC og lagðað veggljós (LED-lýsing)
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. júl. 2014
50.950.000 kr.
56.500.000 kr.
240.8 m²
234.635 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025