Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sverrir Kristinsson
Kjartan Hallgeirsson
Guðlaugur Ingi Guðlaugsson
Daði Hafþórsson
Gunnar Helgi Einarsson
Gunnar Bergmann Jónsson
Lilja Guðmundsdóttir
Jenný Sandra Gunnarsdóttir
Ingimar Óskar Másson
Kári Sighvatsson
Jenný Sif Ólafsdóttir
Vista
svg

289

svg

225  Skoðendur

svg

Skráð  19. apr. 2025

fjölbýlishús

Mávahlíð 38

105 Reykjavík

75.900.000 kr.

1.032.653 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2030832

Fasteignamat

61.100.000 kr.

Brunabótamat

48.150.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1949
svg
73,5 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 23. apríl 2025 kl. 17:00 til 17:45

Opið hús: Mávahlíð 38, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 03 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 23. apríl 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:45.

Lýsing

Eignamiðlun kynnir:

Mávahlíð 38, íbúð 0301. Glæsileg mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð í risi á mjög góðum stað í hlíðunum. Endurnýjað vandað eldhús. Endurnýjað baðherbergi, þak, gluggar að hluta,frárennslislagnir,dren, sameign að innan og fl. Húsið var endursteinað fyrir nokkrum árum, skipt um hluta af gluggum og fl. Gott geymsluris yfir íbúðinni sem auðvelt væri að innrétta eftir eigin höfði. 
OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 23 APRÍL 2025 FRÁ KL. 17-17:45.  EIGNIN VERÐUR EKKI SELD FYRIR OPIÐ HÚS !

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 203-0832, nánar tiltekið eign merkt 03-01, birt heildarstærð 73.5 fm. Svalir eru til vesturs og eru skráðar 2,5 fm. 
Ath íbúðin er talsvert stærri að grunnfleti en skráning segir til um. 

Eignin skiptist í:Forstofu/hol, 2 svefnherbergi, 2 stofur, eldhús og baðherb. Risloft yfir íbúðinni tilheyrir íbúð. 
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.

Nánari lýsing eignarinnar:
Sameiginlegur inngangur og mikið endurnýjuð sameign. 
Stigapallur framan við íbúðina. 
FORSTOFA/HOL: Er með parketi og innangengt í öll rými íbúðarinnar. 
BAÐHERBERGI: Baðherbergið hefur verið endurnýjað, flísalagt gólf og veggir, baðkar, innrétting og vegghengt salerni. Gluggi er á baðherbergi. 
HERBERGI I: Rúmgott parketlagt svefnherbergi með góðum skápum, fín lofthæð og góður kvistur. 
HERBERGI II:  Barnaherbergi með parketi og góðum glugga. 
ELDHÚS: Einstaklega bjart og fallegt eldhús sem var endurnýjað 2023 með vandaðri innréttingu frá KVIK. Öll tæki endurnýjuð: innfelldur ísskápur og uppþvottavél, spanhelluborð, ofn og útdraganleg blöndunartæki. Tækjaskápur með sjálfvirkri lýsingu. Dekton steinn á borðum, eyja sem hægt er að sitja við, Ebson flísar á gólfi, gólfhiti. Nýr opnanlegur þakgluggi. Úr eldhúsi er gengið út á svalir til vesturs með frábæru útsýni. 
BORÐSTOFA: Opið er úr eldhúsi yfir í rúmgóða parketlagða borðstofu við fallegan kvistglugga. 
STOFA: Opið er úr borðstofu yfir í rúmgóða stofu, parketlagða við fallegan kvistglugga. 
GÓLFEFNI: Á meginrýmum er plankaparket frá Agli Árnasyni. Í eldhúsi eru nýlegar flísar frá Ebson og baðherbergi er flísalagt. 
RISLOFT: Gengið úr holi upp í risloft sem er yfir allri íbúðinni og mætti innrétta það eftir eigin höfði. Dæmi eru um að slíkt hafi verið gert í húsunum í kring. Opnanlegir þakgluggar eru í risi. 
SAMEIGN: Í snyrtilegri sameign er sameiginlegt þvottahús. Þar er hillusamstæða þar sem hver íbúð á sína hillu, þ.m.t. risið.

Viðhaldssaga hússins: 2009: Skipt um þak.   2012-2013: Skipt um glugga í borðstofu, stofu og svefnherbergi. 2015: Stigagangur tekinn í gegn: Skipt um teppi, veggir málaðir, gluggar lakkaðir, settur hiti í gólf við útidyrahurð.
2020-21: Frárennslislagnir og drenlagnir endurnýjaðar, Húsið sprunguviðgerð og endursteinað, tröppur flotaðar. Skipt um alla ónýta glugga í húsinu og settar nýjar útidyrahurðir. Í risíbúð var skipt um tvær rúður.
2022: Hellulagður stígur út í garð.  2023: Eldhús tekið í gegn. Settur þakgluggi, nýjar flísar frá Ebson og hiti í gólf, innrétting frá Kvik, tækjaskápur með sjálfvirkri lýsingu, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, öll tæki ný. Útdraganleg blöndunartæki. Dekton steinn frá Granítsteinum. Öll íbúðin máluð.
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn M. Friðgeirsson Löggiltur fasteignasali, í síma 899-1882, tölvupóstur thorarinn@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook

Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
8. júl. 2008
16.280.000 kr.
22.500.000 kr.
64.1 m²
351.014 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Eignamiðlun

Eignamiðlun

Grensásvegi 11, 108 Reykjavík