Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1997
77,1 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sérinngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Heiðarrimi 19, 805 Grímsnes- og Grafningshreppi. (Hitaveita - Eignarlóð – Sælureitur - Gestahús ).Um er að ræða falleg hús á eignarlóð. Samanstendur af aðalhúsi, gestahúsi/geymslu, geymsluskúr í heimreið og stórum sólpalli með heitum potti. Búið er að gera aðstöðu fyrir hjólhýsi. Húsin standa á 10.000 fm eignarlóð. Birt stærð er 77,1 fm en til viðbótar hefur aðalhúsið verið stækkað um ca. 17,7 fm. Í raun er heildarstærð húsa um 95 fm.
Lóð er töluvert gróin og skjólgóð. Búið er að planta mörgum tegundum trjáa í gegnum tíðina. Hér er um að ræða algjöran sælureit á björtum dögum hvort sem um vetur eða sumar er að ræða. Sumarhúsafélagið er mjög virkt á sumrin. Yfir veturinn er veginum haldið opnum eftir því sem þörf er á.
Geymsla/gestahús á lóð er ókláruð, (rúmlega fokheld) og þar er í vinnslu að breyta ca helming geymslunnar í gestaherbergi. Sá hluti hússins er langt kominn og er hægt að nýta sem gestaherbergi. Baðherbergið er þó óklárað. Fyrir handlagna má gera skemmtilega og cozy aðstöðu enda góður grunnur þegar lagður að því.
Aðalhús (ca. 62 fm):
Var byggt 1997. Búið að endurnýja árið 2018, bæði að innan og utan. Forstofa er rúmgóð og með fataskáp á gangi. Hjónaherbergi er með stóru rúmi úr RB og fallegum innréttingum. Aukaherbergi er með svefnplássi fyrir 3 (ein koja uppi) og tveimur gluggum. Svefnloft er með góðu svefnplássi, gengið er upp um brattan stiga og er ekki full lofthæð. Baðherbergi er með sturtuklefa, klósetti, vaski með skápum og speglum. Eldhús er með stórri hvítri innréttingu með skúffum að neðan, bakaraofn og góðu vinnuplássi í kringum vask og eldavél. Innbyggð uppþvottavél fylgir. Stofa/borðstofa er bjart og fallegt rými tengt eldhúsi. Gluggar á alla vegu. Hiti er í gólfum og fallegt parket.
Útisvæði:
Útisvæði er rúmgott og fallegt. Löng heimreið með rauðri möl inn á milli trjálundar skapar fallega aðkomu og ásýnd. Bílastæði eru næg og búið er að útbúa hjólhýsastæði. Sólpallasvæði eru vegleg. Rúmt pottasvæði er í kringum stóran pott sem er nýlegur og útisturta er við pottinn. Útsýni er fallegt og nýtur sólar við húsin frá morgni til kvölds. Geymsla ca. 6 fm er í heimreið en á eftir að klára hana að hluta.
Aukahús (ca. 33 fm):
Var byggt 1975 en búið að endurnýja það að hluta. Húsið skiptist í ca. 60% gestahús og 40% geymslu.
Nýlegar steyptar undirstöður, klæðning veggja og þak er nýtt. Gluggar, gler og hurðir eru nýjar.
Nýleg rafmagnstafla sem gerir ráð fyrir sterkum stofni til að bera bæði aukahúsið og rafmagn út að hjólhýsastæði.
Falleg og góð eign á vinsælum stað. Stutt er í helstu þjónustu og afþreyingu.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
19. mar. 2021
18.150.000 kr.
25.300.000 kr.
20101 m²
1.259 kr.
18. maí. 2020
18.050.000 kr.
23.000.000 kr.
77.1 m²
298.314 kr.
19. nóv. 2019
20.350.000 kr.
23.000.000 kr.
77.1 m²
298.314 kr.
28. okt. 2018
17.100.000 kr.
14.500.000 kr.
77.1 m²
188.067 kr.
1. jan. 2014
9.745.000 kr.
4.500.000 kr.
77.1 m²
58.366 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025