












Lýsing
Miklaborg kynnir: Fullbúna 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í Vesturvin 2 í Vesturbæ Reykjavíkur. Vesturvin er lyftuhús með afar metnaðarfullri hönnun og glæsilegum ítölskum innréttingum. Húsið er staðsett örstutt frá verslun og þjónustu og í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur. Hágæða ítalskar innréttingar frá Cassina eru í íbúðinni ásamt vönduðum eldhústækjum frá Miele og Siemens sem fylgja íbúðinni. Borðplötur úr steini, gólfsíðir gluggar og gólfhiti í allri íbúð. Hönnunarþema þessarar íbúðar er Sær. má lesa um byggingu og hönnun hússins á heimasíðu Vesturvin eða HÉR.
Pantið einkaskoðun hjá Friðrik í s. 616 1313
NÁNARI LÝSING : Íbúð 406 er 92,9m2 3ja herbergja íbúð á 4. hæð. Íbúðin skiptist í stóra og bjarta stofu með opnu eldhúsi og eldunareyju. Útgengi út á svalir sem snúa inn í fallegan inngarð. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni. Baðherbergi er með sturtu og einnig er sér þvottaherbergi innan íbúðar. Gólfhiti er í íbúðinni. Mikið hefur verið lagt í frágang íbúðar. Innanhúsarkitekt sá um alla innri hönnun og er íbúðin fullkláruð með gólfefnum, gegnheilt eikarparket er á gólfum en gólfteppi í hjónaherbergi. Hluti íbúðar hefur verið málaður með náttúrulegri kalkmálningu og í íbúðinni eru Honeycomb gardínur og léttar hör yfirgardínur. Lýsing íbúðar er frá Rafkaup. Ný þvottavél og þurrkari eru í íbúðinni og geta fylgt með í kaupunum.
Íbúðin er skráð 84,3m² auk geymslu sem er 8,6m² merkt nr. 36 og íbúðinni fylgir stæði í lokaðri bílgeymslu merkt nr. B-68
Nánari upplýsingar veitir Friðrik Þ. Stefánsson lögmaður og lögg. fasteignasali í s. 616 1313 og fridrik@miklaborg.is