Lýsing
Hér má sjá video af eigninni
Frábær staðsetning á rólegum og eftirsóknarverðum stað í miðbænum með alla helstu þjónustu og verslun, skólum á öllum stigum ásamt fjölbreyttri flóru kaffi- og veitingastaða í nánasta nágrenni.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is
Eignin Þorfinnsgata 8 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 200-8750, birt stærð 115.1 fm. Þar af er íbúð merkt 010201 skráð 90,2fm og stúdíó/geymsla merkt 010003 skráð 24,9fm
Framkvæmdasaga:
2015:
- Nýtt gler í allt húsið og gluggar gerðir upp. Allt gler endurnýjað og fúgaviðgerðir gerðar á gluggakörmum. Ný regnvatnsrenna sett upp.
2018:
- Lögð ný drenlögn og skólplögn endurnýjað.
- Baðherbergi standsett og hiti lagður í gólf. Handklæðaofn settur upp og ný vönduð blöndunartæki frá Vola. Bað, vaskur og salerni keypt í Tengi. Flísar frá Agli Árnasyni.
- Allar neysluvatnslagnir endurnýjaðar fyrir 2 hæðina.
2019:
- Ný hurð út í sameignina, brunahurð með góðri hljóðeinangrun. Einnig sett ný brunahurð í sameignina á fyrstu hæðinni.
- Þrýstijafnari endurnýjaður á lagnagrind.
2020:
- Þakjárn endurnýjað.
- Sprungu- og múrviðgerðir gerðar á húsinu. Allir gluggar málaðir að utan.
- Í íbúðinni sjálfri voru gluggar málaðir að innan og ný stormjárn sett á alla glugga.
- Ný stétt lögð í garðinum og hann byggður upp að hluta. Nýtt gras lagt á hluta garðsins sem hafði skemmst við framkvæmdir síðustu ára.
- Öll sameignin máluð í stíl. Þvottahús málað og gólfið flotað og lakkað.
2021
- Eldhús flutt í borðstofurými og skipulagi íbúðar breytt.
- Fyllt í hurðargat, hurðarkarmar fjarlægðir og rýmið opnað.
- Ný rafmagnstafla í eldhúsi.
- Rafmagn endurnýjað
- Gólf og listar endurnýjað
2023:
Ytri byrði:
- Hitalagnir lagðar í stétt við hús
- Rafmagn lagt og lýsing við stétt upp að húsi
- Garður tekinn í gegn og skipulagi hans breytt og uppgert.
Kjallararými:
- Vatsnlagnir teknar inn og kjarnaborað fyrir klósetti og vaski.
- Hefur rýmið verið nýtt og leigt út sem vinnustofa listamanna í meira en ár.
Nánari lýsing:
Stigagangur: Sameiginlegur með 3ju hæðinni. Gengið inn í stigagang vestan megin við hús. Snyrtilegur teppalagður stigagangur.
Gangur: Tengir saman öll rými íbúðar.
Svefnherbergi I: Rúmgott barnaherbergi
Svefnherbergi II: Mjög rúmgott með upprunalegum innbyggðum skápum. Gott skápapláss.
Baðherbergi: Baðherbergi standsett. Hiti lagður í gólfið, handklæðaofn settur upp og ný vönduð blöndunartæki frá Vola. Flísar frá Agli Árnasyni á gólfi og veggjum. Bað, vaskur og salerni keypt í Tengi.
Stofa: Rúmgóð og björt með fallegum hornglugga. Opið og í góðri tengingu við borðstofu og eldhús. Hægt að loka á milli með innbyggðum rennuhurðum sem liggja á milli veggja.
Eldhús/Borðstofa: Eldhús er sérhannað og fært inn í borðstofu. Ný eldhúsinnrétting uppsett árið 2021 með sérpanntaðari gegnheillri eikarborðplötu á eldhúsbekk. Eldhústæki eru innbyggð og eru af gerðinni Whirlpool/Electrolux, ísskápur, spanhelluborð ásamt bakara- og örbylgjuofni í vinnuhæð. Opnar upphengdar hillur á vegg. Fallegt og vel hannað eldhús með góðu skápa- og vinnuplássi. Samliggjandi borðstofu og hálf opið við stofu.
Stúdíó/Geymsla: 24,9fm rými í kjallara með sér salerni. Hefur fjölbreytta nýtingarmöguleika. Kjarnaborað var fyrir salerni og sturtu í rýminu árið 2023. Búið er að útbúa salernisaðstöðu í rýminu. Hefur rýmið verið nýtt og leigt út sem vinnustofa listamanna í meira en ár.
Gólfefni: Parket á gólfi í öllum rýmum íbúðar að undanskyldu baðherbergi sem er flísalagt. Málað gólf í stúdíó herbergi í kjallara.
Sameign: Sameiginlegt þvottahús í kjallara. Hver með sýna vél og rafmagnstengil. Þvottahús málað og gólfið flotað og lakkað 2020.
Lóð: Afar falleg og snyrtileg hornlóð. Garðurinn hefur verið tekinn í gegn á undanförnum árum þar sem upphitaður og upplýstur göngustígur í kringum hús hefur verið lagður og nýjar grastorfur að hluta. Sameiginleg viðarverönd. Falleg gróin tré.
Afar falleg eign á eftirsóttum og rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur. Nálægðin við iðandi mannlíf miðborgarinnar setur hverfið í flokk eftirsóttustu hverfa borgarinnar. Menningin blómstrar í miðborginni og það að búa í göngufæri við fjölbreytt úrval kaffi- og veitingastaða, leikhús, listasöfn og tónleikastaði býður upp á einstaka möguleika og mikil lífsgæði.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.