Lýsing
Aukin lofthæð í íbúðinni sem er öll endurnýjuð í skemmtilegum "retro/modern" stíl. Gegnheilt parket að mestu sem annaðhvort hefur verið pússað eða skipt um.
Smelltu hér til að sækja söluyfirlit.
Fáðu frítt söluverðmat fyrir þína eign
Samkvæmt HMS er íbúðin skráð 192,6 fm og þar af er endurnýjaður geymsluskúr á baklóð skráður 43,8 fm.
Nánari lýsing:
Stórt eldhús með öllum þægindum, falleg innrétting, x-tra stórt spanhelluborð, 2 ofnar og annar combi (venjulegur og örbylgju), innbyggður ísskápur og uppþvottavél og vínkælir í innréttingu. Stór eyja með góðu vinnuplássi sem hægt er að sitja við.
Stofa og borðstofa eru báðar rúmgóðar og bjartar.
Svefnherbergi eru 2 og bæði mjög rúmgóð. Úr öðru svefnherbergi er útgengt á suðursvalir í bakgarð.
Baðherbegi er rúmgott með stóra walk-in sturtu, handklæðaofn, upphengt salerni og góða innréttingu og er flísalagt í hólf og gólf.
Þvottahús innan íbúðar sem einnig væri hægt að nýta sem gestasalerni og eru lagnir til staðar fyrir það.
Geymsluskúr sem skráður er með eigninni hefur verið alveg endurnýjaður og er stærri í fermetrum en skráning gefur til kynna.
Mikil uppbygging hefur verið á svæðinu og verður Vatnsstígur frá Hverfisgötu upp á Laugaveg göngugata með skemmtilegu torgi og er fyrirhugað að þeim framkvæmdum ljúki í haust.
Nýlega hafa verið opnaðir skemmtilegir veitingastaðir á Hverfisgötunni og mjög skemmtilegt mannlíf allt um kring. Stutt í alla þjónustu og bæði leik- og grunnskóli í göngufæri.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Aðalsteinn Jón Bergdal, löggiltur fasteignasali, í síma 767-0777 eða á netfanginu alli@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.