Lýsing
Landmark fasteignamiðlun kynnir:
Virkilega falleg og vel skipulögð 3ja herbergja 77 m2 útsýnisíbúð á 3. hæð við Baldursgötu 26, 101 Reykjavík. Eignin er í dag 2ja herbergja, en auðvelt að breyta í upprunalegt skipulag. samkvæmt eignaskiptasamningi er íbúðin skráð 3ja herbergja.
Inngangur bæði frá Baldursgötu og Válastíg. Eignin hefur fengið gott viðhald síðustu ár. Eignin skiptist í forstofu/anddyri, hol, svefnherbergi, eldhús og tvær stofur, auðvelt að breyta aftur í herbergi, baðherbergi, þvottahús í sameign og sérgeymsla 7 m2. Sameign er afar snyrtileg. Afhending við kaupsamning.
Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Fastanr. 200-7557, nánar tiltekið eign merkt 03-02, Þar af er íbúðin skráðir 70 m2 og óskráð sérgeymsla í sameign 7 m2. samtals 77 m2.
Nánari upplýsingar veitir:
Þórarinn Thorarensen sölustjóri s. 770-0309 eða th@landmark.is
Sveinn Eyland lögg. fast.
Forstofa: Parket á gólfi og fatahengi.
Stofa: Rúmgóðar og bjartar með frábæru útsýni, parket á gólfi, stofurnar eru samliggjandi, auðvelt að breyta annari í svefnherbergi. Upprunalega teikning þannig.
Eldhús: Parket á gólfi, falleg innrétting með innbyggðum ísskáp/frysti og uppþvottavél. Gegnheil eikar borðplata, borðkrókur við glugga.
Svefnherbergi: Parket á gólfi með góðum fataskáp. Útgengt á suðaustursvalir með fallegu útsýni.
Baðherbergi: Baðkar með sturtuaðstöðu, dúkur á gólfi og flísar á veggjum.
Geymsla: Rúmgóð með hillum og glugga.
Þvottahús: Í kjallara er sameiginlegt mjög snyrtilegt þvottaherbergi með glugga, sér tenglum fyrir hverja íbúð.
Hjóla og vagnageymsla er í sameign. Sameign er nýlega máluð.
Eigninni fylgja tvö bílastæði á baklóð með aðkomu frá Válastíg.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat