












Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilega 3ja herbergja risíbúð á fjórðu hæð í lyftuhúsi við Hverfisgötu 100. Íbúðin afhendist fullbúin með vönduðum innréttingum, innbyggðum eldhústækjum og gólfefnum. Eignin er skráð 68,7 fm en af því er sérgeymsla 5,2 fm. Gólfflötur íbúðarinnar er þó stærri þar sem hluti íbúðarinnar er undir súð, einnig hærra til lofts á ýmsum stöðum. Íbúð 403 skiptist í anddyri, eldhús og stofu, suðursvalir, tvö svefnherbergi og baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Húsið er skammt frá Stjörnuport og Vitatorgi bílastæðahúsum þar sem hægt er að kaupa bílastæðakort.
* LAUS TIL AFHENDINGAR VIÐ KAUPSAMNING *
Bókið skoðun hjá Gabriel Mána Hallssyni löggiltum fasteignasala í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Nánari lýsing:
Hverfisgata 100 er glæsilegt 12 íbúða fjölbýlishús á 4 hæðum.
Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur. Gott útsýni er úr mörgum íbúðum.
Frágangur íbúða að innan: Vandaðar innréttingar frá Voke3 í eldhúsi, á baði og í herbergjum (söluaðili er Voke-III á Íslandi ehf). Íbúðirnar afhendast fullbúnar með tækjum og gólfefnum. Eldhúsraftæki frá Electrolux, ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð. Harðparket á gólfum herbergja og í alrými. Gólf á baðherbergjum og þvottahúsum eru flísalögð.
Frágangur utanhúss: Sameign, stigagangur og lyftuhús ásamt útveggjum og burðarveggjum fyrstu hæðar er úr járnbentri steinsteypu. Ofan á steypta plötu yfir fyrstu hæð leggjast timbureiningar fyrir 2., 3. og 4. hæð. Fyrsta hæð er einangruð að innan en á hæðum 2-4 eru einangraðar timbureiningar klæddar viðhaldsléttri álklæðningu að utan. Timbur/ál gluggar með hljóðeinangrandi gleri sem snýr að Hverfisgötu.
Hiti og rafmagn: Hiti er sameiginlegur og reiknast samkvæmt hlutfallstölu en rafmagn er á sérmæli fyrir hverja íbúð.
Skipulagsgjald: Kaupandi greiðir skipulagsgjald (0,3% af endanlegu brunabótamati).
Hluti verksins er endurgerð eldri húsa þar sem efri hæðir eru teknar niður en jarðhæðin endurgerð og nýtt áfram. Ofan á steypta jarðhæð koma 3 hæðir og eru þær úr timbureiningum. Stigahús og lyftustokkur var steypt upp allar hæðir áður en timbureiningar voru reistar og virkar sem burðarvirkiskjarni sem styrkir bygginguna.
Nánari upplýsingar veita:
Gabriel Máni Hallsson löggiltur fasteignasali í síma 772-2661 eða gabriel@miklaborg.is
Kjartan Ísak Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 663-4392 eða kjartan@miklaborg.is
Ólafur Finnbogason löggiltur fasteignasali í síma 822-2307 eða olafur@miklaborg.is