Lýsing
Fagratún við Fögruhlíð, Fljótshlíð - nýtt 39,2 ha svæði í skipulagsvinnu undir frístundabyggð með 35-50 heilsárshúsum. Tilkomumikið útsýni. IMIROX fjármögnun í boði til lögaðila.
Fagratún verður selt sem c.a. 38 ha. landsvæði sem verið er að skipuleggja sem frístundabyggð. Svæðið sem um ræðir afmarkast af landinu Fagratún (F2194306, L164090) auk alls landsvæðis neðan þjóðvegar sem í dag tilheyrir jörðinni Fagrahlíð (F2193602, L164004).
Fljótshlíðin er rómuð sumarhúsaparadís vegna veðursældar, kyrrðar, náttúru og útsýnis. Þaðan sést til Vestmannaeyja, yfir Eyjafjallajökul og inn að Kötlu.
Fagratún liggur neðan Þjóðvegar, um 7 km (6 mín. akstur) frá Hvolsvelli, um 102 km (80 mínútna akstur) frá Norðlingaholti, Reykjavík. Landið inniheldur ræktuð tún og gróið land. Tilkomumikið útsýni. Falleg á rennur í gegnum landið. Stutt er í þjónustu og sund á Hvolsvelli. Gistiheimilið Fagrahlíð er í göngufæri. Þá eru 4 km í afþreyingu og þjónustu á Hellishólum. Örstutt (11 km) í næsta flugvöll, Múlakot.
Skipulagsdrög gera ráð fyrir 35-50 heilsárshúsum, auk sameignar. Landið verður selt sem ein heild, eftir að landamerkjum hefur verið breytt, og deiliskipulag sem frístundabyggð samþykkt. Nýr eigandi mun þá geta hafist handa við lokaskipulag svæðisins og hafið framkvæmdir.
IMIROX ehf. býður lögaðilum viðbótarlán á þessa eign, auk þess sem IMIROX hefur áhuga á að lána til framkvæmda vegna uppbyggingar svæðisins. Frekari upplýsingar um fasteignalán IMIROX á www.imirox.is.
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir varðandi eignina á info@imirox.com eða hringið í síma 777-2500.
Titaya ehf. er fasteignafélag og hefur margar eignir úr eignasafni í söluferli.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.