Lýsing
Nánari lýsing eignar: Komið er inn í forstofu / hol með fataskáp. Á hægri hönd við inngang er eldhús með snyrtilegri hvítri innréttingu með nýlegum borðplötum, flísar á milli efri og neðri skápa, nýlegur vaskur og blöndunartæki. Stofa og borðstofa í opnu rými og í stofu eru stórir og bjartir gluggar með glæsilegu útsýni yfir Fossvoginn. Parketlagður svefnherbergisgangur. Rúmgott hjónaherbergi með nýlegum fataskáp. Úr hjónaherbergi er útgengt út á svalir. Barnaherbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi er með flísum á gólfi, baðkar með sturtuaðstöðu og hvít innrétting. Þvottahús innan íbúðar með hillum. Íbúðinni fylgir sérgeymsla í sameign.
ÞETTA ER MJÖG VEL SKIPULÖGÐ EIGN Á EFTIRSÓTTUM OG RÓLEGUM STAÐ ALVEG VIÐ FOSSVOGSDALINN.
Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is
Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram
Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat