Lýsing
**Gott verð og auðveld kaup. **
Um er að ræða 50 fm og 60 fm geymsluhúsnæði á einni hæð við Álhellu 32C í Hafnarfirði. Alls eru 28 bil til sölu - en þau eru í byggingu og verða til afhendingar síðar í sumar.
50 fm bilin eru 5m á breidd og 10m á lengd. Verð kr. 19.900.000.
60 fm bilin eru 6m á breidd og 10m á lengd. Um er að ræða 2 endabil í húsinu, nr. 115 og 116. Verð kr. 24.900.000.
Nánari upplýsingar veita Marta Jónsdóttir í síma 8633445/marta@sunnafast.is og Jasmín Erla Ingadóttir í síma 7726979/jasmin@sunnafast.is.
Skilalýsing frá seljanda:
Útveggir:
Allir veggir eru gerðir úr forgerðum steinullareiningum (harðpressuð steinull 100kg/m3 klædd með a.m.k. 0,6mm þykku aluzinki með innbrendum lit). Veggeiningar eru 100mm á þykkt.
Þakeiningar:
Þakeiningar eru gerðar úr 120mm þykkum steinullareiningum (harðpressuð steinull 100kg/m3).
Hurðir:
Iðnaðarhurð með inngönguhurð, breidd 280 cm., hæð 280 cm. Hæð á framhlið er 3,37m og í mæni er hæðin 4,57m. Hurðaopnari fylgir.
Gólf:
Gólf er staðsteypt, vélslípað með niðurfalli.
Raflagnir:
Raflagnir eru utanáliggjandi á veggjum og eru sýnilegar, 3ja fasa rafmagn í rafmagnstöflu í hverju rými. Sér rafmagnsmælir verður fyrir hvert bil og leggjast kr. 90.000 við verðið.
Vatnslagnir:
Vaskur og heitt/kalt vatn tengt. Ofn í hverju rými. Hiti er sameiginlegur og mun húsfélag sjá um innheimtu húsgjalda til að mæta þeim kostnaði.
Snyrting:
Stútur í gólfi fyrir wc.
Bílastæði:
Bílastæði á lóð eru sameiginleg og bílaplan verður malbikað.
Umgengisreglur:
Óheimilt er að geyma muni utandyra á lóðinni og er hverjum eiganda heimilt að henda öllu því sem staðset er utandyra á lóð án frekari aðvörunnar þar um.
Lóð verður afgirt með hliði.
Húsnæðið er í byggingu og er áætlaður afhendingartími 1. júlí - 1. ágúst 2025.
Skipulagsgjald er greitt af kaupanda og nemur 0,3% af brunabótamati eignar.
**Athygli er vakin á því að fyrstu myndirnar eru af öðru húsnæði en því sem er hér til sölu. Útlit verður keimlíkt því húsnæði sem er á myndunum.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.