Lýsing
Laufásvegur 17, 101 Reykjavík íbúð102 - Vel staðsett og rúmgóð tveggja herbergja íbúð á rólegum stað stutt frá miðbænum. Sérinngangur, stofa, eldhús, þvottahús, baðherbergi, svefnherbergi og geymsla.
Tveggja herbergja rúmgóð íbúð í miðbænum á rólegum stað, íbúðin er á jarðhæð með beinum inngangi í íbúð frá götu. Möguleiki á að bæta við öðru svefnherbergi í hluta stofu. Innbú getur fylgt með í kaupum.
Komið inn í flísalagða forstofu.
Stór og björt stofa og borðstofa með gegnheilu parketi á gólfi.
Opið eldhús með ágætri innréttingu. Uppþvottavél, helluborð og ofn.
Þvottahús inn af eldhúsi, flísar á gólfi, vaskur og borð.
Gangur með fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, sturtuklefi og innrétting.
Stórt svefnherbergi með plastparketi á gólfi, stór fataskápur.
Geymsla með plastparketi á gólfi.
Ath. að allt innbú eignar getur fylgt með í kaupum.
Um 2006 var húsinu breytt úr atvinnuhúsnæði og þar innréttaðar íbúðir.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.