Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2014
83,7 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Lýsing
Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu nýlegt heilsárshús í Vatnsendahlíð á frábærum útsýnisstað í Skorradal. Aukin lofthæð er í húsinu, gólfsíðir gluggar í stofum og eldhúsi, innfelld lýsing í loftum og vandaðar innréttingar.
Eginin skiptist í þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu auk steypts lagnakjallara sem nýtist sem mjög gott geymslurými.
Lóðin er 4.823 fm kjarri vaxin leigulóð og er nýtur mjög fallegs útsýnis frá henni og húsinu yfir Skorradalsvatn, að Skessuhorni og víðar.
Um er að ræða fullbúið heilsárshús sem er skráð 83,7 fm auk óskráðs kjallara(geymsla/lagnarými) sem er ekki með fullri lofthæð. Miklir sólpallar og góð staðsetningu. Gólfhiti og upptekin loft. Húsið er byggt 2014.
Húsið varð fyrir lekaskemmdum frá neðra þaki sem er yfir svefnálmu og þarfnast því þó nokkurra endurbóta skv. fyrirliggjandi skýrslu þar um og er ásett verð eignarinnar því mun lægra en á sambærilegum eignum á sama svæði.
Lýsing eignar:
Forstofa / gangur, flísalagður og liggur í miðju hússins þannig að hann aðskilur stofur og eldhús frá svefnálmu. Innbyggðir fataskápar eru í vegg og útgengi á verönd með heitum potti.
Alrými, er parketlagt, bjart og glæsilegt með föstum innréttingum. Stofurnar eru bjartar með gólfsíðum gluggum og útgengi um tvær rennihurðir út á verönd. Lofthæð er um 3,5 m og eru loft viðarklædd, ljósakastarar eru á brautum sem felldar eru inn í klæðningu.
Eldhús er parketlagt og með sérsmíðuðum innréttingum og eyju, AEG tæki.
Hjónaherbergi, tiltölulega rúmgott og gert ráð fyrir innfelldum skápum í vegg.
Tvö barnaherbergi.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir að hluta, upphengt salerni, góð flísalögð sturta, innrétting, spegill með baklýsingu og þvottatvél felld inn í vegg.
Gólfefni hússins eru parket og flísar.
Stór viðarverönd með handriði er á þrjá vegu í kringum húsið og á henni er stór heitur pottur (rafmagns).
Húsgögn og búnaður skv. samkomulagi geta fylgt.
Rafmagnshitun er í húsinu en gólfhitalagnir í öllum gólfum.
Steyptur sökkull er undir hluta hússins og er hann nýttur undir lagnarými, forhitara og sem góð geymsla. Lofthæð í lagnakjallara er um 1,35 metrar.
Virkilega falleg og vel staðsett eign á fallegum útsýnisstað í um 1 klst fjarlægð frá Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Eginin skiptist í þrjú svefnherbergi, eldhús, stofu, baðherbergi og geymslu auk steypts lagnakjallara sem nýtist sem mjög gott geymslurými.
Lóðin er 4.823 fm kjarri vaxin leigulóð og er nýtur mjög fallegs útsýnis frá henni og húsinu yfir Skorradalsvatn, að Skessuhorni og víðar.
Um er að ræða fullbúið heilsárshús sem er skráð 83,7 fm auk óskráðs kjallara(geymsla/lagnarými) sem er ekki með fullri lofthæð. Miklir sólpallar og góð staðsetningu. Gólfhiti og upptekin loft. Húsið er byggt 2014.
Húsið varð fyrir lekaskemmdum frá neðra þaki sem er yfir svefnálmu og þarfnast því þó nokkurra endurbóta skv. fyrirliggjandi skýrslu þar um og er ásett verð eignarinnar því mun lægra en á sambærilegum eignum á sama svæði.
Lýsing eignar:
Forstofa / gangur, flísalagður og liggur í miðju hússins þannig að hann aðskilur stofur og eldhús frá svefnálmu. Innbyggðir fataskápar eru í vegg og útgengi á verönd með heitum potti.
Alrými, er parketlagt, bjart og glæsilegt með föstum innréttingum. Stofurnar eru bjartar með gólfsíðum gluggum og útgengi um tvær rennihurðir út á verönd. Lofthæð er um 3,5 m og eru loft viðarklædd, ljósakastarar eru á brautum sem felldar eru inn í klæðningu.
Eldhús er parketlagt og með sérsmíðuðum innréttingum og eyju, AEG tæki.
Hjónaherbergi, tiltölulega rúmgott og gert ráð fyrir innfelldum skápum í vegg.
Tvö barnaherbergi.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir að hluta, upphengt salerni, góð flísalögð sturta, innrétting, spegill með baklýsingu og þvottatvél felld inn í vegg.
Gólfefni hússins eru parket og flísar.
Stór viðarverönd með handriði er á þrjá vegu í kringum húsið og á henni er stór heitur pottur (rafmagns).
Húsgögn og búnaður skv. samkomulagi geta fylgt.
Rafmagnshitun er í húsinu en gólfhitalagnir í öllum gólfum.
Steyptur sökkull er undir hluta hússins og er hann nýttur undir lagnarými, forhitara og sem góð geymsla. Lofthæð í lagnakjallara er um 1,35 metrar.
Virkilega falleg og vel staðsett eign á fallegum útsýnisstað í um 1 klst fjarlægð frá Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. apr. 2023
43.150.000 kr.
46.000.000 kr.
83.7 m²
549.582 kr.
25. sep. 2019
32.950.000 kr.
33.500.000 kr.
83.7 m²
400.239 kr.
18. feb. 2016
25.500.000 kr.
28.900.000 kr.
83.7 m²
345.281 kr.
25. júl. 2014
24.060.000 kr.
28.652.000 kr.
83.7 m²
342.318 kr.
15. nóv. 2012
2.160.000 kr.
11.000.000 kr.
83.7 m²
131.422 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025