Opið hús: Álftamýri 4, 108 Reykjavík, Íbúð merkt: 02 03 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 7. maí 2025 milli kl. 18:00 og kl. 18:30.
Lýsing
Mikið útsýni er úr íbúðinni.
íbúðin er samkvæmt þjóðskrá 127,1 fm. íbúðin 100,3, geymsla 5,9 fm og bílskúr 20,9 fm
Nánari lýsing
Forstofa er opin með góðum fataskáp og parket á gólfi.
Eldhús er með hvítlakkaðri eldri innréttingu og góðum borðkrók.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar, gengið er úr borðstofu út á suðursvalir, parket á gólfum.
Herbergin eru þrjú, tvö barnaherbergi með skápum, parket á gólfum og hjónaherbergi með fataherbergi og parketi á gólfum.
Baðherbergi er flísalagt og með baðkari og lítilli innréttingu við vask. Gluggi er á baðherbergi.
Þvottahús og búr eru innan af eldhúsi. Dúkur á gólfi.
Í kjallara er sameigninleg hjóla- og vagnageymsla ásamt sameigninlegu þurrkherbergi.
Geymsla er 5,9 fm,
Bílskúr er 20,9 fm er með heitu og köldu vatni.
Þakið á bílskúrunum voru tekin í gegn síðasta sumar og lagður dúkur yfir þá.
Einnig er húsfélagið að fá auglýsingatekjur af bílskúrunum.
Um er að ræða vel staðsetta eign með fallegum gönguleiðum í allar áttir. Stutt er í skóla, leikskóla, sund, matvöruverslun og alla helstu þjónustu.
Nánari upplýsingar um eignina veitir Brynja Kristín Gunnarsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 691-6066 eða á netfanginu brynja@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.